Komiði velkomin og sæl!
#
Komiði velkomin og sæl!
ekki vera feimin!

......
....
...
..
..
..
......
....
...
..
..
..
Hibubu
me, myself and I
# Myndir I -Pics
# Myndir II -Pics
# Nascar-crash
# Postur
# Til hamingju


Rúntz
# Aldís Gelloz
# Ásta Babe
# Bigzý
# Eva
# Hallur
# Kata Skvís
# Toby Johns
# Unnur
# Viktor

Rúntzitas
# Viktor Snær
#Sóley Ásta
# Margrét Mist
# Ingunn Dagmar
# Hrafnkell Máni
# Jens og Kamilla
# Litli Kolluson
# Emelía Dögg
# Embla María
# Embla Dís
# Baby Sæberg
# Andrea Rós
# Andrea Edda

Rúntzú
# Arna Margtét
# Fannar og co.
# Kristrún
# Vignir´s Oxford
# Sólveig

Rúntzie
# BARA Sigga
# BARA Alma
# BARA Hildur
# Birgitta M
# Diljá
# Egill
# Ella Mæja
# Erna
# Gyðjurnar
# Halla
# Hófý
# Ingibjörg
# Lára
# Lilja
# Linda Sæ
# Margrét
# Óskar-inn
# Oxford
# Sandra
# Sólrún Lilja
# Unnar Steinn

skemmtilegt
# MSN
# Fimman
# Tölum saman!
# Kíkið á FIMMUNA!
# Flottar felgur!
# Broskallar!
# Nágrannar
# Erinsborough
# Leiðist þér?

skólinn
# Ugla
# Hi.is
# Politica
# Alþjóðaskrifstofa

veðrið
Reykjavík
The WeatherPixie

Baton Rouge
The WeatherPixie

Teljari


linkar
# Fimman
# Blogger
# Blogskins.com
# MKdesign


......
....
...
..
..
..
......
....
...
..
..
..
mánudagur, febrúar 27, 2006
Hvað ætli þetta þýði?

'Es ist ein Teufelskreis', sagte uns Dr. med. Hibubu, der koelner Spezialist für Urin-Abhängige am Universitäts-Klinikum

Ég nebblega gúgglaði hibubu og þá fékk ég þetta meðal annars upp, og líka mynd af hundum, og líka komment sem ég hef gert og að sjáflsögðu síðuna mína

Hérna er líka heimasíða einhvers í Þýskalandi sem heitir Bubu ... og að einvherjum ástæðum er manneskjan kölluð Hibubu ... hvað er eiglega að frétta ma´r !


Ég er með útþrá ... vildi bara segja ykkur það ...

Walk the line, topp mynd, algert æði ... þó JR Cash hafi nú verið smá asni, þá var hann það samt ekki ... allavega mæli með myndinni ...

en ég mæli samt ekki með appelsínulurk, hann er eins og vondur frosinn svali ...

og vegna persónulegrar hlutdrægni var ég mjög ánægð að sjá að salurnn í Smárabíó var skítgur og illa týndur og allt (samt ekki mjög ánægð þegar ég settist næstum á nachos og sósu sem var í sætinu) og líkega þegar ég sá að klósettið var ekki mjög fínt ... mitt bíó er miklu betra, meira að segja á slæmum degi! I love it ...


allavega hef ekki meira að segja ...

ble ble

Hildur OUT!





góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin
2:47 e.h.



miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Heimildir ... djísús kræst ....


Ég get pottþétt skrifað heila grein hérna með ~500 orðum á svona 5-7 mínútum, og þá gæti ég skrifað svona 2500 – 3000 orð á nó tæm ... allavega væri ég ekki í meira en einn dag

Ég skrifa margt hérna niður, og það er margt sem ég er búin a læra í gegnum tíðina flest sem ég er búin að læra frá kennurum, fréttum, pabba og mömmu, og fleirum í umhverfinu, ég get líklega líka rökstutt flest af því sem mér finnst frá eigin brjósti, þarf ekki endilega að einhver fræðimaður hafi sagt það áður og að ég sé að styðja eða hrekja það sem viðkomandi sagði, líklega þegar hann var að styðja eða hrekja það sem einhver annar sagði þegar hann var að styðja eða hrekja það sem enn einn sagði ... hvað er það eiginlega ...

Enginn frumleiki i þessu lengur, og spáið svo í því, kannski var sá fyrsti (sem sagði það sem allir eru að styðja eða hrekja) bara að bulla eða að fara með fleipur ... hugsa sér!!

Allavega, ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er að ég er að skrifa ritgerð, og það er margt sem ég hef lært í tímum í skólanum sem ég gæti nýtt mér í ritgerðinni og klárað hana á augabragði, en það er margt sem kennararnir hafa bara sagt, eða tekið sem dæmi eða umræður sem hafa átt sér stað í tímum, en ég má ekki nota það því það er ekki fræðirit sem hafa verið skrifuð niður, eða þá að bækurnar sem ég gæti vitnað í eru ekki til á neinu bókasafni nema í langt-í-burt-istan eða kosta fullt af pening ef mann lætur panta þær fyrir sig í bóksölunni ... samt er það kannski dæmi sem ég gæti nefnt, og kennarinn sem ég skila ritgerðinni til sagði mér frá þessu dæmi, en samt má ég ekki nota það því það stóð ekki í bókunum okkar ...

... æ það er kannski bara meiri áskorun fyrir mig sem að ég er að mæta og ætti að gera það vel en það er bara svo tímafrekt!!!
Það er alveg nóg að lesa hjá mér og skrifa og læra og vinna og eiga líf (allavega smá svona)


Jæja farin í tíma...

Hildur OUT!





góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin
4:14 e.h.



mánudagur, febrúar 20, 2006
Viðburðarrík helgi, get ekki sagt annað ....

Fridays á fimmtudaginn með Svönu og Davíð, langt síðan við höfum farið með þeim eitthvað svoleiðis ... um það bil milljón ár held ég, mjög gaman að fara svona

Selfoss á föstudaginn – takk Ásta þú ert best og ég er ekki að grínast! Milljón milljónir kossa og knúsa til þín!

Eurovision partý á laugardaginn - SVOOO gaman!!! Takk fyrir skemmtilegt kvöld Anna og Róbert og allir sem voru þar, og sérstakar þakkir fær Svanhildur sessunautur minn um kvöldið .. fyrir að halda jafn mikið með Silvíu og ég og vera til í smá aukagagnrýni á aðra keppendur sem voru að reyna að vera eins og Silvía Nótt (klárlega að stæla hana) Silvía Nótt setti ákveðinn standard sem upphitunaratriðin hennar voru að reyna að ná ... en tókst ekki ... ég er sátt við úrslitin .. og enn sáttari við það að pabbi og mamma kusu Silvíu Nótt (án þess að ég væri heima, eða bæði þau um það, 4x!!!)

Afmæli í gær, 40 ára afmæli hjá bestu vinkonu systur minnar, það var mjög gaman, það sem stóð þó upp úr var að Geir Ólafz var í afmælinu og söng að sjálfsögðu 2 lög og vakti mikla lukku (allavega hjá sér) ... ég var mjög ánægð, um leið og hann gekk inn óskaði ég mér þess að hann myndi syngja og ég fékk ósk mína uppfyllta ... svo söng líka hann bróðir hans Egils Ólafssonar (sem ég man ekki hvað heitir, og Geiri var ekki alveg eins himinlifandi þegar hann var að syngja, því þá var hann ekki sá eini lengur)

Annars þá er ég búin að endurraða aftur í linkana mína, búin að breyta röðinni á börnunum, og setti síðurnar sem ég skoða mest efst, en hinar svo þá bara í öfuga stafrófsröð, því það passaði við þær sem ég skoða mest .... en ég skoða hinar líka ... og tók svo tvo linka af daglega rúntinum og setti á hinn rúntinn, sem ég fer samt oft líka ... því þau hafa verið að slugza við að blogga ... Viktor hefur reyndar ekki verið duglegur við að blogga, en hann heldur til Kúbu á morgun, þannig að ég vona að hann fari nú að verða duglegri við það að blogga pilturinn ...

Jæja pípol nú skulum við krossa fingurna og vona að hún Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eigi ekki eftir að taka ranga ákvörðun ef “Eurovision-málið” fer í hennar hendur ... alla vega ætla ég ekki að horfa á keppnina ef Regína fer út - það er ekkert persónulegt, og lagið er í sjálfu sér í lagi, ég bara fýla ekki að hún kæmist út með þessum hætti ... tæplega 80 þúsund atkvæði fóru til Silvíu Nóttar, mér finnst að það ætti að standa og meiri hlutinn ætti að fá að ráða ... en ekki einn laga höfundur .... *krossum fingurna*

Hildur OUT!





góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin
1:18 e.h.



miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Jæja, kitli kitl á mig

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina;
> Sambíóin mín
> aðstoðarstelpa á hárgreiðslustofu
> unglingavinnan
> flugfélag íslands

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
-Love Actually
-oooohh ég hlakka svo til að sjá Family stone aftur
-Moulin Rouge
-meet joe black/so I married an axmurderer/zoolander/father of the bride I og II/wedding singer/notebook/fever pitch (perfect catch)/ og pottþétt fleiri myndir (gat ekki valið bara 4)

Fjórir staðir sem ég hef búið á
1 Engjasel
2 Annie Boyd Hall ( í mánuð) (Baton Rouge)
3 East Campus Apartments (í ~4 mán) (Batoun Rouge)
4 ekki fleiri stöðum

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar (oo þetta er svo erfitt að velja bara 4)
*NÁGRANNAR
*Grey´s Anatomy
*Laguna Beach
*One tree hill
*mmm sko mér líkar við svo marga þætti, en ég get ekki valið á milli Bold and the Beautiful eða Grils at the mansion (kærusturnar hans Hugh Hefner)

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum (ok ég ætla að velja skemmtilegustu staðina):
:Martinique
:Los Angeles
:Las Vegas
:New York

Fjórar bækur sem að ég les oft:
#skólabækurnar (les þær ekki oft, en les þær samt)
#les stundum barnabækur (þegar við á)
Það eru í rauninni einu bækurnar sem ég hef lesið í LANGAN TÍMA
Annars var það:
#ísfólkið (aðallega)
#og einhverjar tilfallandi bækur

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
$Hawaii
$Bahamas
$í heitum potti
$í útskriftarveislunni minni eftir 2 ár

Fjórir sem ég skora á að gera þetta eru:
%Ásta
%Katrín Björg
%Aldís
%Óskar (þá kannski geturu bíbbast til að fara að blogga)

-hins vegar vil ég benda á að þetta kitl er ekki bindandi og þeir sem ekki vilja gera þetta þurfa þess ekki! Nema Óskar, hann er undanskilinn þessari reglu, því hann er ekki búinn að blogga í milljón ár sökum þreytu.

-endir á kitli

Já ég var að fatta eitt áðan, ég var að spá í að setja nýlega mynd af mér inn á MSN hjá mér ... en fattaði þá að engin mynd hefur verið tekin af mér síðan eftir áramót, eiginlega bara síðan á aðfangadag .. spáið í því ... magnað
Ætli ég sé búin að breytast mikið?


Hey já ég var nánast búin að gleyma að ég var ekki búin að segja ykkur frá sögunni sem ég lofaði síðast ...

Byrjum á byrjuninni, á sunnudaginn í vinnunni var ég að tala um að Matti kynni eiginlega varla að gera “óvænt” handa mér .. en mér þætti svoleiðis svo skemmtilegt ...

En allavega

Þá voru(m?) ég og Matti búin að ákveða að fara á uppáhaldsstaðinn okkar 13.feb til að halda upp á Valentínusardaginn ... Matt sagði mér svo þann 13. að við yrðum aðeins að stoppa á Laugarveginum áður en við færum á Fridays, þannig að ég vildi vera snemma í því, vegna þess að eldhúsið þar lokar um hálf 9 eða 9 (misjafnt) ... þannig að ég bað hann vinsamlegast að vera kominn til mín kl.7 svo við hefðum nægan tíma (hélt að hann væri að fara í bókabúðina eða skífuna að kaupa einhvern x-box leik eða eitthvað)

Svo kom hann seinna en allt, hann kom ekki til mín fyrr en um 7:40 (mín var ekki mjög ánægð, því við myndum pottþétt missa af Fridays)

Og svo þá keyrðum við og vorum komin nánast alveg niður allan helv”#$% Laugarveginn þá sagði ég “nú veit ég ekki um fleiri búðir sem eru opnar ennþá hérna” og hann sagði “mmm við erum líka komin framhjá, leggðu bara hérna” ... svo fórum við út úr bílnum og ég var tilbúin að rölta “lengst” til að fara í bókabúðina, en svo allt í einu opnar Matti hurðina inn á Ítalíu (við höfum ALDREI farið þangað og mig hefur lengi langað og oft talað um það)

Og þá var hann búinn að panta borð þar, og svo þá bað hann mig um að fá bíllykilinn minn.. og fór út í bíl og sótti gjöf sem hann kom með ... ýkt sætan bangsa, svona handbrúðu, og svo þegar ég ætlaði að prófa hana þá var kassi þar inni í og hringur, ýkt sætur hringur (ekki trúlofunarhringur!!! – bara hringur hringur)

Og við fengum okkur góðan mat og þetta var æði ...

Hann er greinilega að læra ;o)
Og það vel :oD

Bros út að eyrum
Hildur OUT!

p.s. þetta lengsta blogg í heimi er í boði .... mín!!
Og ef þú ert ennþá að lesa þá ertu æði, takk fyrir, ég met þetta mikils !! :o)
Endilega skrifaðu komment, þó ekki sé nema bara nafnið þitt :o)





góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin
4:04 e.h.



þriðjudagur, febrúar 14, 2006
oooooooooojjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj

mér finnst sígarettufýla vera vond!
ég sit hérna í tíma og það var einhver svo mikið að reykja áðan að stofan lyktar öll eins og reykkompa (ég hef sjaldan lent í öðru eins)

hvernig nennir fólk þessu?
sorry þið sem reykið, ekkert persónulegt ... þetta er bara ekki góð lykt!

fólkið sjálft er ekki slæmt .. bara lyktin

varð að segja einhverjum frá þessu ...

FÝÝÝÝÝLLLLAAAAA!!!!

Hildur OUT!

ps. þarf að segja ykkur frá ýkt sætu sem Matti gerði í gær ...
sjáu'st





góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin
2:03 e.h.



mánudagur, febrúar 13, 2006
Þótt ótrúlegt megi virðast þá hef ég verið að spá undanfarið og hugsa og svoleiðis ... eyrun alveg orðin rauð því það ríkur svo mikið úr þeim !!

Allavega, eins og margir vita þá finnst mér Silvía Nótt æði, og hlakka mikið til að kjósa hana næsta laugardag og reyna að koma henni aftur (því hún er “nýkomin þaðan”) til Aþenu ... mér fannst til dæmis mjög fyndið að hún skildi syngja lagið með tyggjó ... og hugsaði þá aðeins til unglingsáranna minna og mundi eftir einu videói sem ég og Kata tókum upp, þegar Helstirnið var og hét ... VÁ hvað það var fyndið myndband, við vorum bara eitthvað að taka upp og leika okkur, ekkert merkilegt, en annað eins gelgju-tygg á tyggjói hefur ekki sést síðan aldrei barasta held ég .... vá við vorum að elda okkur pasta, og tala eða syngja (man ekki hvort) en allavega þá var ég (eins og ALLTAF) með tyggjó og tuggði það með stæl (held að það sé eina sem lýsir því hvernig tyggjóið var “tuggt”)
En fyrst ég er að ræða þetta, munið þið þá ekki eftir því hvað Helstirnið voru skemmtilegir þættir?? Með Simma Star (sem nú er í Kastljósinu) og Þossa Star ... og muniði hvað það voru skemmtileg lög á þeim tíma?? Þá notuðumst við líka ennþá mikið við kassettur (góðir tímar fólk, góðir tímar !!!!) Já þá var líka mikið í tísku í lífinu mínu að spila Stinger í körfubolta (ég man ekki hugmynd um það núna hvernig sá leikur er spilaður, hugsa sér ...)

Mér finnst þessi saga, sem fylgir hér á eftir, mjög merkileg, því án efa gæti hún verið sönn, en amk. einu nafni hefur þó verið sleppt úr; Ævar Eiður ... njótið vel;

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar ??#%=&#$&/(=!z#$!/!=! Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið.
~ endir ~

.... á sama tíma og öll þessi nöfn eru ok, þá mátti Svana ekki skýra strákinn sinn Kenneth, og ekki einu sinni Kennett ... samt hét afi hans það !! og það er fordæmi fyrir nöfnum á Íslandi með –th endingum ... hvert erum við að fara í þessu þjóðfélagi ... nýjasta kvenmannsnafnið sem er leift er Naranja eða appelsínusafi á spænsku ..hljómar fallega kannski, en samt furðulegt að mega það en ekki Kennett eða fleiri góð nöfn sem hefur verið neitað ... HVAÐ ER AÐ GERAST!!!

Hildur “hin unga” OUT!

e.s. ég veit a einhver á eftir að kommenta “það á að segja “tuggið” en ekki “tuggt” en í þessu ákveðna tilfelli var tyggjóið “tuggt” en ekki “tuggið”, svo rosalegt var það – vildi bara koma þessu á framfæri





góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin
1:52 e.h.



þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Það er eitt sem pirrar mig smá ... ekki mikið en smá ... reyndar þegar ég fer að hugsa um það þá dettur mér reyndar svolítið í hug (önnur hlið á málinu)

ég hef ekki (án þess þó að grandskoða blöðin alveg 100% síðustu daga) orðið var við neina umræðu um júróvísíon í Mogganum, er það vegna þess að málið snýst um Silvíu Nótt ??? er Mogginn eitthvað yfir það hafinn að ræða þetta málefni??? Það er út um allt í öðrum miðlum.

Svo er það reyndar hin hliðin sem mér var að detta í hug; kannski er þetta mál svo mikið grín, þ.e. að Silvía Nótt fái alveg að taka þátt og að stjórnsýslukæran sé eiginlega bara asnaleg (ég vona að það sé málið)


Og annað sem ég hef ekki séð í fleiri fjölmiðlum en DV, í gær eða fyrradag, það voru skopmyndir sem hafa birst í fjölmiðlum í miðausturlöndum, það eru svona skopmyndir af vesturlöndunum eða bandamönnum Vesturlanda ... mér finnst sú birting alveg eiga rétt á sér svo að við fáum að sjá að þeir eru ekkert eitthvað alveg algjör fórnarlömb

Allavega þá er það bara mín skoðun

Ég komst að því áðan að ég er ekki sú eina í mínum árgangi sem er ekki orðin mjög ótrúlega fullorðin, þ.e. ekki komin með hús og börn ... við erum amk ennþá 3-4 :o) fjúkk hvað það er gott að vita

Jæja farin að hlusta alveg á kennarann aðeins meira
Hildur OUT!





góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin
11:28 f.h.



mánudagur, febrúar 06, 2006
Æ mér finnst Silvía Nótt æðisleg ... og gaurinn Kristján (er það ekki annars?) sem er búinn að senda stjórnsýslukæru er bara afbrýðisamur .. mjög aftarlega í Fréttablaðinu í dag eða í gær (næstaftast minnir mig) er mjög skemmtileg smágrein um þá staðreynd.

Allavega krossa ég alla fingurna mína alveg í kross og vona að hún fái að keppa 18.feb og svo aftur í Maí!!!

Mér finnst öll hin lögin BLAH ... og ég tala nú ekki um síðasta lagið með honum Gunna Óla (í skímó) – sko það er ekkert persónulegt –en mér fannst þetta grín ekki vera fyndið .. það var ekki fyndið og ekki nógu ömurlegt til að vera fyndið (það náði ekki einu sinni að fara í hring –skiljiði –vera svo ömurlegt að það væri fyndið –það var akkúrat á milli = ekki skemmtilegt og lagið var ekki einu sinni fyndið)

Nenni ekki að tjá mig meira um þetta

Annað - svo virðist vera að eftir að ég varð aðeins duglegri í að blogga að allir hætti að blogga ... mjög furðulegt – þegar ég blogga lítið/ekkert þá skrifar fólk í kommentin mín og fólk bloggar – svo þegar ég blogga þá hættir fólk að blogga .... er ekki hægt að finna einhvern milliveg??? :o)

Og eitt enn .... ég þarf VIRKILEGA að fara að uppfæra linkana mína ... vegna þess að milljón af þeim eru hættir að blogga, búnir að skipta um vefslóð eða nýjir bloggarar búnir að bætast í hópinn ... fjúkket sko ég verð að fara að drífa í þessu ... breyti samt líklega ekki um lúkk þar sem þetta passar mér ágætlega og ég hef eiginlega ekki tíma til að finna annað – er það ekki alveg í lagi??? Allavega þangað til ég hef tíma –sem gæti verið á næstu 5 misserum (sumrin eru 2 misseri)

Hey hafið þið séð auglýsingarnar sem eru alltaf á undan “það var lagið”??
Þar sem fólkið syngur vitlausa texta
Eins og
“SÓLBLÓMAAAAAA” í stað “SÓDÓMAAAAA”
Eða
“Gummi svaf í klettagjá köldu leðurteppi á” í stað “krummi svaf í klettagjá”
Eða
“Kannski sé ég draumaprinsinn berja mig á ballinu...” í stað “kannski sé ég draumaprinsinn Benjamín á ballinu”

Þetta eru allavega mjög skemmtilegar auglýsingar

Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þessar auglýsingar er sú að mamma mín ætti að vera í einni þessara auglýsinga að syngja;
“Ég sá hana á horninu á Mánabar hún mynnti mig á brennivín”
í stað “ég sá hana á horninu á Mánabar hún mynnti mig á Brendu Lee”

mamma mín gat ekki skilið þegar hún heyrði þetta lag fyrst hvers vegna það var svona æðislegt að vera eins og brennivín - hún er svo mikil dúlla! :o)

Hildur OUT!





góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin
5:14 e.h.



fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Hæ,

Það er þrennt sem liggur mér á hjarta í augnablikinu, nei hey það eru fjórir hlutir sem ég vil endilega koma á framfæri

1) ég var bara að fatta eitt í gær og það fauk smá í mig, listamenn fá styrki frá ríkinu til að stunda list sína af kostgæfni og svo að við höfum einhverja listamenn sem eru að listast eitthvað fyrir alvöru, það er í lagi EEEEENNN mér persónulega finnst börnin í landinu, framtíð okkar, vera mikilvægari en listamenn (þó þeir séu EINSTAKLEGA mikilvægir) … og hvert er ég að fara með þessu, gætuð þið spurt, jú ég er að fara þangað sjáið til … mér finnst að mæður þessa lands ættu líka að fá borgað fyrir að vera heima og ala upp börnin sín og eyða með þeim tíma ef þær kjósa það, ef þær vilja helst ekki senda barnið til dagmömmu og svo allan daginn á leikskóla os.frv. Mér finnst mjög gott fyrir börn að fá að fara í leikskóla, þó ekki sé nema bara hálfan daginn .. en EF mömmur/pabbar kjósa að vera heima að vera með börnunum sínum, vera heimavinnandi húsforeldrar ætti það að vera hægt ... á launum – ekkert himinháum, en samt launum – ekki atvinnuleysisbótum eða lifa á makanum sínum 100% ...það er bara það sem mér finnst ... ég veit að ekki allir listamenn fá svona listamannalaun og að það getur verið mikil samkeppni um hverjir fá styrki og svoleiðis ... en þetta er bara mín skoðun

2) ég er guðslifandi fegin að Silvía Nótt fær að vera með í Eurovision, fjúkket maður – sko forkeppninni allavega, ég ætla að gera það sem ég get til að koma henni alla leið, þó að ég hafi ekki heyrt lagið. Með það mál samt, þá held ég að hún hafi ekkert forskot á hina þó lagið hafi óvart lekið á netið, þeir sem ætluðu munu áfram kjósa hana og þeir sem ætluðu ekki að kjósa hana munu ekki kjósa hana - það held ég allavegana. Ég ætlaði allan tímann að kjósa hana og ætla ennþá að gera það, sú ákvörðun var tekin þegar ég vissi að hún myndi taka þátt, bara svona einfalt. Allavega þá held ég með henni – við þurfum ekki enn eitt venjulegt lag ... sendum eitthvað geggjað – sýnum heiminum (Evrópu) að við eigum hina ótrúlegu Silvíu Night –thank you very nice

3) ég er mjög ánægð með landsliðið okkar, vona að við vinnum amk einn leik í viðbót og að Danir vinni Rússa eða geri jafntefli, væri gaman að eiga möguleika á sæti 1-4. Svo annað, það var mjög óþægilegt að sjá Einar detta í leiknum í gær á andlitið, og svo kúlan –VÁÁÁ!!!! Aldrei séð svona stóra kúlu á ævinni held ég og svona hratt!! DOITS!

4) Hvernig litist ykkur á að hafa Groundhog day núna bara í nokkra daga, samt ekkert endilega endurtaka allt alveg eins, bara hafa 2.febrúar í nokkra daga í viðbót? Mér finnst það alveg ótrúlega góð hugmynd sko, og ætla að vinna í að láta það gerast í dag ... veit samt ekki alveg við hvern ég á að tala – er til vikudaga-ráðherra eða 1-800-samedayagain eða hotline hjá Guði sem stjórnar þessu? Ég verð að finna þetta út fljótlega sko ...

Spurningin hennar Ástu minnar hérna í kommentunum á færslunni á undan ... ég hef bara ekki hugmynd um svarið :o) .... hmmmm hver gæti það í ósköpunum verið .. ég bara verð að fá að spá aðeins í þessu ...

Allavega þá er ég farin að vinna í lið númer 4 ....

Farið með þetta lag út í daginn; “Ronja Ræningjadóttir, ræningjakóngsinsdóttir ...” (kann eiginlega ekki meira)

Hildur OUT!





góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin
1:13 e.h.



......
....
...
..
..
..
......
....
...
..
..
..
ONE

# ONE-auglýsingin




spjallið
Nafn

Síðan mín/póstur til mín

Skilaboð(smilies)

það er/u...
skoða núna

skap dagsins


I do know Schitt!
Schitt happens!
Many people are at a loss for a response when someone says, "You don´t know Jack Schitt". Jack is the only son of Awe Schitt and O.Schitt. Awe Schitt, the fertilizer magnate, married O.Schitt, the owner of Knee-deep Schitt, Inc. In turn, Jack Schitt married Noe Schitt and the prolific couple produced 6 children: Holie Schitt, the twins Deep Schitt and Dip Schitt, Fulla Schitt, Giva Schitt and Bull Schitt, a high school dropout. After beeing married for 15 years, Jack and Noe divorced. Noe later married Mr.Sherlock and because of her kids were living with them, she wanted to keep her previous name. She was known as Noe Schitt-Sherlock. Dip Schitt married Loda Schitt and they produced a cowardly son, Chicken Schitt. Fulla Schitt and Giva Schitt were inseperable through childhood and consequently married the Happens brothers in a dual ceremony. The Schitt-Happens children are Dawg, Byrd, and. Bull Schitt, the prodigal son, left home to tour the world. He recently returned with his new bride, Pisa Schitt.
Now when someone says you don´t know Jack Schitt, you can correct them!!!

leit

Site search Web search


gamalt efni
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
september 2006




Free polls from Pollhost.com
Powered by TagBoard Message Board
Search this site or the web powered by FreeFind


Powered by Blogger
Weblog Commenting by HaloScan.com