mánudagur, febrúar 13, 2006
Þótt ótrúlegt megi virðast þá hef ég verið að spá undanfarið og hugsa og svoleiðis ... eyrun alveg orðin rauð því það ríkur svo mikið úr þeim !!
Allavega, eins og margir vita þá finnst mér Silvía Nótt æði, og hlakka mikið til að kjósa hana næsta laugardag og reyna að koma henni aftur (því hún er “nýkomin þaðan”) til Aþenu ... mér fannst til dæmis mjög fyndið að hún skildi syngja lagið með tyggjó ... og hugsaði þá aðeins til unglingsáranna minna og mundi eftir einu videói sem ég og Kata tókum upp, þegar Helstirnið var og hét ... VÁ hvað það var fyndið myndband, við vorum bara eitthvað að taka upp og leika okkur, ekkert merkilegt, en annað eins gelgju-tygg á tyggjói hefur ekki sést síðan aldrei barasta held ég .... vá við vorum að elda okkur pasta, og tala eða syngja (man ekki hvort) en allavega þá var ég (eins og ALLTAF) með tyggjó og tuggði það með stæl (held að það sé eina sem lýsir því hvernig tyggjóið var “tuggt”)
En fyrst ég er að ræða þetta, munið þið þá ekki eftir því hvað Helstirnið voru skemmtilegir þættir?? Með Simma Star (sem nú er í Kastljósinu) og Þossa Star ... og muniði hvað það voru skemmtileg lög á þeim tíma?? Þá notuðumst við líka ennþá mikið við kassettur (góðir tímar fólk, góðir tímar !!!!) Já þá var líka mikið í tísku í lífinu mínu að spila Stinger í körfubolta (ég man ekki hugmynd um það núna hvernig sá leikur er spilaður, hugsa sér ...)
Mér finnst þessi saga, sem fylgir hér á eftir, mjög merkileg, því án efa gæti hún verið sönn, en amk. einu nafni hefur þó verið sleppt úr; Ævar Eiður ... njótið vel;
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar ??#%=$&/(=!z#$!/!=! Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið.
~ endir ~
.... á sama tíma og öll þessi nöfn eru ok, þá mátti Svana ekki skýra strákinn sinn Kenneth, og ekki einu sinni Kennett ... samt hét afi hans það !! og það er fordæmi fyrir nöfnum á Íslandi með –th endingum ... hvert erum við að fara í þessu þjóðfélagi ... nýjasta kvenmannsnafnið sem er leift er Naranja eða appelsínusafi á spænsku ..hljómar fallega kannski, en samt furðulegt að mega það en ekki Kennett eða fleiri góð nöfn sem hefur verið neitað ... HVAÐ ER AÐ GERAST!!!
Hildur “hin unga” OUT!
e.s. ég veit a einhver á eftir að kommenta “það á að segja “tuggið” en ekki “tuggt” en í þessu ákveðna tilfelli var tyggjóið “tuggt” en ekki “tuggið”, svo rosalegt var það – vildi bara koma þessu á framfæri
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 1:52 e.h.