mánudagur, febrúar 20, 2006
Viðburðarrík helgi, get ekki sagt annað ....
Fridays á fimmtudaginn með Svönu og Davíð, langt síðan við höfum farið með þeim eitthvað svoleiðis ... um það bil milljón ár held ég, mjög gaman að fara svona
Selfoss á föstudaginn – takk Ásta þú ert best og ég er ekki að grínast! Milljón milljónir kossa og knúsa til þín!
Eurovision partý á laugardaginn - SVOOO gaman!!! Takk fyrir skemmtilegt kvöld Anna og Róbert og allir sem voru þar, og sérstakar þakkir fær Svanhildur sessunautur minn um kvöldið .. fyrir að halda jafn mikið með Silvíu og ég og vera til í smá aukagagnrýni á aðra keppendur sem voru að reyna að vera eins og Silvía Nótt (klárlega að stæla hana) Silvía Nótt setti ákveðinn standard sem upphitunaratriðin hennar voru að reyna að ná ... en tókst ekki ... ég er sátt við úrslitin .. og enn sáttari við það að pabbi og mamma kusu Silvíu Nótt (án þess að ég væri heima, eða bæði þau um það, 4x!!!)
Afmæli í gær, 40 ára afmæli hjá bestu vinkonu systur minnar, það var mjög gaman, það sem stóð þó upp úr var að Geir Ólafz var í afmælinu og söng að sjálfsögðu 2 lög og vakti mikla lukku (allavega hjá sér) ... ég var mjög ánægð, um leið og hann gekk inn óskaði ég mér þess að hann myndi syngja og ég fékk ósk mína uppfyllta ... svo söng líka hann bróðir hans Egils Ólafssonar (sem ég man ekki hvað heitir, og Geiri var ekki alveg eins himinlifandi þegar hann var að syngja, því þá var hann ekki sá eini lengur)
Annars þá er ég búin að endurraða aftur í linkana mína, búin að breyta röðinni á börnunum, og setti síðurnar sem ég skoða mest efst, en hinar svo þá bara í öfuga stafrófsröð, því það passaði við þær sem ég skoða mest .... en ég skoða hinar líka ... og tók svo tvo linka af daglega rúntinum og setti á hinn rúntinn, sem ég fer samt oft líka ... því þau hafa verið að slugza við að blogga ... Viktor hefur reyndar ekki verið duglegur við að blogga, en hann heldur til Kúbu á morgun, þannig að ég vona að hann fari nú að verða duglegri við það að blogga pilturinn ...
Jæja pípol nú skulum við krossa fingurna og vona að hún Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eigi ekki eftir að taka ranga ákvörðun ef “Eurovision-málið” fer í hennar hendur ... alla vega ætla ég ekki að horfa á keppnina ef Regína fer út - það er ekkert persónulegt, og lagið er í sjálfu sér í lagi, ég bara fýla ekki að hún kæmist út með þessum hætti ... tæplega 80 þúsund atkvæði fóru til Silvíu Nóttar, mér finnst að það ætti að standa og meiri hlutinn ætti að fá að ráða ... en ekki einn laga höfundur .... *krossum fingurna*
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 1:18 e.h.