þriðjudagur, apríl 26, 2005
guden tag,
que pasa contigo?
j'ai bien
thad er reyndar svoldid mikid ad gera i skolanum akkurat nuna -thessir kennsluhaettir her eru alveg fyndnir ... i FB og HI tha a venjulega ad skila storum ritgerdum um midja onn (i flestum -ekki ollum kursum) en herna a ad skila ritgerdum sem gilda 30-40% af lokaeinkun i sidustu vikunni -og thar sem stor meirihluti studentar geyma venjulega allt svona thar til rett fyrir skil (thvi thad er venjulega mikid annad ad gera yfir onnina -sumum tilfellum ekki) tha er eg og svo til 98% af nemendum skolans ad drukkna i thvi ad skirfa ritgerdir sem venjulega koma efni fyrirlokaprof ekkert vid .... thannig ad eg a ekki eftir ad njota solarinnar vodalega mikid thad sem eftir er af theim 18 dogum thar til eg klara skolann ... en hina 4 dagana sem eg verd her eftir prof verdur sko AFSLOPPUN ... sol og gottt vedur -svo natturulega 2 vikna skemmtiferdin okkar Matta
eg verd komin heim eftir 35 eda 36 dag (man ekki thvi eg er ekki med dagatalid fyrir framan mig)
-eg er allavega i skolanum nuna ad bida eftir ad timinn minn byrji ...
allavega tha fer thessari ferd minni ad ljuka herna -ekki mikid eftir
-thad var spaensku kennari ad fara ut ur stofunni a moti mer ... ekkert sma fyndinn duddi -hann er med derhufu ofuga a hausnum, i Hawaii skyrtu, skoppara stuttbuxum og med hjolabretti ... bara fyndinn gaur ...
thegar eg kom ut ur ibudinni okkar i morgun tha var ikorni beint fyrir framan hurdina ad gramsa i ruslapokanum okkar ... vid geymum tha stundum fyrir framan ibudina thegar vid nennum ekki ad fara beint ut i gam .. ekkert sma saetur ikorni ...en hann for um leid og eg kom -honum fannst areidinlgega mjog leidinlegt ad eg tok ruslapokana til ad henda theim -grey kallinn
naestu helgi er eg ad fara ad ger eitthvad sem mig hefdi aldrei grunad ad eg myndi nokkurn timan gera -fara ad skrifa 3ja bls. dans-gagngryni -en svo lengi laerir sem lifir -ekki satt -hlakka til ad fara a thessa danssyningu -svakalegt stud ...
mer finnst ad eg hefdi matt leika tre i einhverju verkanna -vid gerum akvedna upphitun i hverjum tima -eg hefdi getad gert hana sem tre i verkinu!!! eg skil ekki hvernig folk getur litid svona framhja trja haefileikum minum an thess ad hugsa sig 2x um ... aljgjort hneyskli -eda eins og Napolion Dynamite myndi sejga "GOSH!!"
well people ...
nu hlytur kennarinnminn ad fara ad koma
-eg heyrir alltaf amk 1x i hverjum tima "now what does our exchange student from Iceland think about that" eda "how does this work in Iceland" eda "do you have that in Iceland" eda "Does Iceland do that" eda eitthvad svoleidis -og mer finnst alltaf janf fyndid ad eg se exchange student .. hahaha!! thad passar ekki vid mig ... en thad er gaman ad thessu ollu saman ...
Hildur: hear you later aligater
Korinn/sofnurdurin ;o) : In a while crocodile
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 4:32 e.h.
sunnudagur, apríl 24, 2005
Hæhæ,
hvað segið þið gott, ég er að skirfa ritgerð þannig að ég stoppa bara stutt í þetta sinn... ég þarf líka að fara að fá mér að borða!
Ég setti hérna banner inn á síðuna mína, frá ONE campaign
-er eiginlega orðið svolítið hjartans mál hjá mér -alltaf meira og meira
ég er búin að gerar nokkrar ritgerðir um þetta málefni (skuldir Afríku og alnæmi)
og mér þykir vænt um þetta -ef þið viljið getið þið verið með
og ef ekki þá ekki ... allt undir ykkur komið ... ;o)
allavega þá er ég ekki búin að gera mikið þessa vikuna, aðallega bara læra ... og fara í gymmið .. meira að segja kl.06:30 2x í síðustu viku og aftur í vikunni sem er að koma .. JIBBý!
jæja -fer að setja inn myndir frá Dallas ... þetta er allt saman að koma (er nýbúin að setja inn myndir síðan pa og ma voru hér og fleira)
allavega er ég orðin hungruð ... og hygst fara að fá mér í gogginn (samt hef ég aldrei séð mann koma úr eggi (eða hvernig sem auglýsingin var)) ...
peace to y´all
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 5:12 e.h.
þriðjudagur, apríl 19, 2005
jæja jæja jæja ... þá er nú kominn aldeilis langur tími síðan ég bloggaði síðast ...
en það sem ég er búin að vera að gera síðan síðast en aðallega að læra -búa til ritgerð og lesa og allskonar skemmtilegt -eða þi vitið ;o)
en um helgina fór ég til Dallas og Forht Worth að horfa á Nascar kappaskstur ...
upphaflega var nú planið að kærastinn hennar Kirsty færi með en hann er fastur á Skotlandi í augnablikinu, og Alex vinur okkar vildi ekki fara þannig að það endaði með því að ég skellti mér -ætlaði bara að vera að skoða í búðum á meðan þau væru á kappakstrinum -en svona geta hlutirnir breyst -þau ykkar sem hafið séð Butterfly-effect vitið hvað ég er að tala um ;o)
þetta var amk mjög skemmleg ferð, tók okkur svona 8 tíma að keyra hvora leið -með bensín -pissu og borðu-stoppum ...
ef ég ætti að velja eitt orð til að segja um Dallas þá væri það "HUGE" hún er svo stór að það er næstum varla fyndið
-þegar við komum inn í Dallas stoppuðum við á bensínstöð til að kaupa kort af borginni (og það var stærra en húddið) þá held ég að ég hafi aldrei (amk sjaldan) verið jafn hrædd ... það var fullt af skrýtnu fólki og strákarnir voru bara að skoða kortið á bílnum (úti) í rólegheitunum -aldrei að vita hvað hefði getað gerst -en við sluppum við skrekkinn -fjúkket ma´r ....
svo á endanum -eftir smá leit -fundum við hótelið - við fórum samt fljótlega að sofa eftir að á hótelið var komið -doldið þreytt öllsömul (já meðan ég man -við vorum 5; ég, Kirsty, Pieter, Bart og Chris)
á laugardeginum fórum við svo að labba niðri í miðbænum -það var mjög indælt -gott veður og borgin er mjög hrein -reyndar nokkur fólk ( ;o) ) sem voru að reyna að betla og buðust til að taka myndir af okkur ("hmm þú ætlar ekkert að stela myndavélinni er það???") en við hundsuðum þetta fólk barasta
við fórum að sjá þar sem Kennedy var skotinn -það var gaman og svo fórum við í Aquarium sem var líka mjög gaman ég set inn myndir af því mjög fljótlega (sorry hvað ég hef verið löt við að setja inn myndir)
og um kvöldið fórum við aðeins að skoða kvöld- og næturlífið ... fórum á stað sem heitir Uropa og er mjög kúl staður -við dönsuðum af okkur rassin skal ég segja ykkur -sem var mjög gott -smá sviti og svoleiðis gerir aldrei neinum mein ... en við fórum heim kl.3 því við urðum að taka daginn snemma á sunnudeginum ...
við náttlega byrjuðum á því að sofa aðeins yfir okkur -tæpa 2 klst... ætluðum að leggja af stað um kl.8 eða 9 en vöknuðum óvart rétt yfir kl.9 þannig að við lögðum ekki af stað fyrr en rétt yfir 10 ...
(Pieter, Bart og Chris stilltu ekki klukku -og ég og Kirsty vöknuðum ekki við hennar klukku ...)
en við komumst á leiðarenda -vorum fyrir utan völlinn þegar Josh G eitthvað (sá sem var í 2.sæti í fyrsta American Idol) söng þjóðsönginn -að borða hamborgara of hlusta á ameríska þjóðsönginn á Nascar- kappakstri > gerist varla Amerískara!!!!
við þurftum að labba svolið langt til að komast í sætin okkar -en það var í lagi mjög gott -sem betur fer keyptum við vatn og gos og einnota kælibox -annars hefðum við skrælnað -því við vorum þarna frá kl. 12 til svona 18 eða 19 (tók okkur 2 og 1/2 tíma að komast 10 metra til að komast útaf bílastæðinu)
ég náði mynd af crashi!!!! alveg óvart -og það versta er að það var bíllinn sem ég hélt með!!! bíll nr.43 -Cheerios bíllinn!! (fékk svoleiðis bíl í Cheerios pakkanum mínum) og þetta var bara í byrjuninni -þannig að ég fann mér annan bíl -hann var númer 31 og var Cingular bíll -appelsínu gulur og mjög flottur -ég valdi hann útaf litnum og útaf því að símafyrirtækið mitt hérna er Cingualr ... bíllinn minn lenti í 12.sæti!!! JIBBý!!!! en ég komst svo að því seinna að bílstjórinn er númer 40 af nazcar bístjórunum -þannig að honum gekk miklu betur en lög gera ráð fyrir -ég er mjög ánægð með val mitt á bíl -miklu skemmtilegra að hofra á og halda með einhverjum
svo loksins um kl. 19 eða 20 gátum við lagt af stað því þá vorum við komin út úr allri bílastæða traffíkinni ... fjúkket man hvða það var nice!
og við komum heim um kl. 4:30 -2 stopp á leiðinni ...
svo tók bara alvaran við -skóli kl.8:30
þetta var alveg ótrúlega skemmtileg helgi -framar öllum vonum -bjóst aldrei við því að mér myndi þykja gaman að horfa á bíla keyra 334 hringi! (góða við það að mann sér bílana allan hringinn!) en svona er nú margt skrýtið í kýrhausnum ....
-svo fór ég í spinning í morgun kl.6:30 -og nú er ég að fara í sturtu - og svo að borða og læra áður en ég fer í skúlen -ég verð á klakanum eftir 43 daga!
eins gott að það verði gott veður þegar ég kem heim! nú er ég vön að vera bara í stuttermum!
heyrumst my darlings
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 12:53 e.h.
laugardagur, apríl 09, 2005
jæja þá er smá update frá Amewíkunni ...
dvölinni hérna fer senn að ljúka -skrýtið hvað tíminn flýgur
stundum hægt og stundum hratt en ég verð komin heim á klakann eftir 54 daga
en hitti kjallinn eftir 39 daga ...
amk update frá því síðast
föstudagur 1.apríl
borðaði hádegismat með Kirsty, pabba hennar og mömmu og kjerestenum hennar honum Grant ... svo fóru þau öll í smá ferðalag yfir nótt og ég kom heim settist út í sólina og fór að lesa -ég á mjög fínan stól til að sitja á úti og lesa, kíkti í gymmið og svo um kvöldið horfði ég á Finding Neverland
laugardagurinn 2.apríl
var úti að lesa meiri partinn af deginum, fór svo í gymmið og horfði á Mona Lisa smile og Saturday Night Life með Jessicu Simpson vinkonu minni og Nick Lachey (ekki 100% hvernig það er skrifað)
sunnudagur .... æ þetta er ekki mjög skemmtilegt ef ég á að segja eins og er ...
satt best að segja fór mesti partuinn af vikunni í að læra, horfa aðeins á imbann, fara í líkamsrækt og vera úti í sólinni ...
í gærkvöldi fór ég samt út að borða með Kirsty og Pabba hennar og mömmu (Grant fór til Skotlands á mánudaginn 4.ap)
og á miðvikudaginn voru hvorki meira né minna en ÁTTA ÁR ... heil mannsævi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! síðan ég fermdist, ásamt helling af vinum mínum ... og það besta við það var að við fengum frí daginn eftir í skólanum ...
´
DOITS ... var næstum búin að gleyma -eða kannski ekki gleyma en samt gleyma -að íslandsvinurinn páfinn dó ..fjúkket það eru engar smá fréttir ... greyið gamli maðurinn megi hann hvíla í friði -það er nú samt örugglega ekki mikill friður að vera jarðaður (segir mann jarðaður ef mann er ekki settur í jörðina????) að vera grafinn í kirkjugólf í Vatikaninu -það er alltaf allt fullt af fólki þar ... allavegana þá er manninn dáinn og nu förum við að fara að sjá nýjan páfa ... er hann páfinn okkar samt??? við höfum biskup en páfinn í róm er ekki bossinn hans er það? þekki þetta ekki alveg nógu vel (sorry allir)
en það eru allir mjög leiðir hérna í Louisiana -því það er nánast ALLIR kaþólskir -aldrei hefði mig grunað að trú skipti fólk jafn miklu máli í lífinu og hún gerir hérna ... meira að segja ofsatrúarfólkið á íslandi er næstum ekki jafntrúað og fólkið sem er bara venjulegt hérna -amk 2 í viku er fólk að lesa úr biblíunni fyir framan Union-ið (sem er svona miðstöð sem nánast allir nemendur eiga erindi í á hverjum degi) ... og meira að segja einn daginn var 8 ára gamall strákur að öskra á okkur saklausa háskóla nemendurnar úr biblíunni -já góðir hálsar hann var að predika yfir okkur og kennar okkur leiðir lífsins á meðan mamma hans var að dreifa bæklingum og ef mann sagði nei takk þá sagði hún (reyndar var annar lítll strákur með henni að dreifa líka) og þessi hinn litli strákur "you are going to *ell" og fyrsti stafurinn er eins og fyrsti stafurinn í nafninu mínu!!!!
mér finnst það svolítið scary ef ég á að segja alveg eins og er .... ég hugsa að þetta trúar-mál allt saman sé svona mesta menningarsjokkið fyrir mig -og þegar ég segji fólki að ég fari ekki í kirkju til að fara í messu -nema þá kannski á jólunum (og þá ekki einu sinni til að fara í messuna heldur bara til að fara) að þá horfir fólk á mig vorkunnar augum ...en það er bara þeirra mál (ég leiði þetta bara hjá mér)
út í annað ... ég fór að sjá Fever Pitch í kvöld með Sabrinu og Kirsty á meðan strákarnir fóru að sjá Sin City ... Fever Pitch er SVO GÓÓÓÓÐ -ef þið vitið ekki þá er hún um gaur sem er heltekin af Red Socks hafnarbolta liðinu og Drew Barrymore verður kærastan hans ... kúlaðasta við myndina er samt sem áður að myndin var tekin upp á síðasta leiktímabili (eða amk leiktímabilinu 2004) og það eru atriði sem eru tekin upp á leikjunum sjálfum -það er ekkert smá kúl ... þannig að það var ekki hægt að skrifa myndina alveg 100% fyrirfram því fólkið vissi ekki hvernig leikirnir myndu fara fyrirfram eða hvernig leíktíðin myndi enda fyrir liðið .... allavega get ég ekki beðið eftir að sjá þessa mynd aftur og kaupa hana á DVD og alle sú sammen ...
jæja nú er klukkan að verða snemmma á íslandi -en seint hjá mér -þannig að ég ætla að koma mér í háttinn ...
*KAST* (er að kasta kveðju á alla sem ég þekki, og þekki ekki en vilja fá kveðju frá mér)
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 5:50 f.h.
föstudagur, apríl 01, 2005
Halló allir saman ..
hvað segið þið gott?
ég segji bara allt það besta í bænum ...
nú er veðrið vonandi orðið gott -amk hlýtt það sem eftir er af dvöl minni hérna ...
það reyndar helli rigndi í dag .. en það var samt hlýtt svo það er ok
-ég vissi ekki að mér þættu þrumur svona "hræðilegar" (as in þær hræða mig)
en eins og ljóðskáldið vinur minn sagði *það er vont en það venst*
en ok, eigum við að ræða þetta Eurovision-lag okkar aðeins?
mitt álit; annað hvort eða ... as in annað hvort förum við langt með þetta lag eða ekki rass ... veit ekki ennþá ... lagið er svona blanda af ýmsu -það er ekkert í því sem við höfum ekki séð áður þ.e. lagið minnir mig á köflum á lagið "kiss" með henni Holly Valance, svo er það stundum píknu lítið eins og poppuð útgáfa af eurovision laginu sem vann í fyrra, ég fékk það ekki á heilann (amk ekki eftir fyrstu hlustun -n.b. ég er bara búin að hlusta og horfa á það einu sinni) en það gæti verið vegna þess að strax á eftir heyrði ég lagið "if I was a rich girl" með henni Gwen Stefani og ÞAÐ ER GRÍPANDI ... þannig að júróvísíon lagið gæti verið grípandi ...
og myndbandið; hún minnir á; Birgittu Haukdal með krullurnar, Britney Spears í rauða gallanum, Kill Bill "kind of girl" með þessar örvar og Holly Valance með dansinn sinn ... eða amk einhverja pop-stjörnu, þannig að Props til Selmu, það eru ekki allir sem geta það og allt í einu myndbandi og ekki 18 ára ...
þetta eru allt hlutir sem hafa virkað áður, og spurningin er bara hvort að þetta virkar allt saman aftur og svona blandað saman ... ég vona það ...
ÁFRAM ÍSLAND!!!
oooo ég missi af eurovision partyum ... ég þarf að plata einhvern sem er með web-cam og míkrafón og euro-vision party til að hafa kveikt á öllu saman svo ég geti tekið þátt í gleðskapnum!! ef það er eitthvað sem ég elska þá er það eruovision party -það er mjög gaman ... amk skemmti ég mér vel síðast ... ásta og matti skemmtu sér kannski aðeins of vel (munið þið???) -en hey soddan er lífið
jæja þá ætla ég að fara að skella mér fram að tala við Kirsty, grant, og pabba og mömmu Kirsty og Pieter og Bart sem voru að koma í heimsókn ...
heyri í ykkur senere litlu strumparnir mínir
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 2:46 f.h.