þriðjudagur, apríl 19, 2005
jæja jæja jæja ... þá er nú kominn aldeilis langur tími síðan ég bloggaði síðast ...
en það sem ég er búin að vera að gera síðan síðast en aðallega að læra -búa til ritgerð og lesa og allskonar skemmtilegt -eða þi vitið ;o)
en um helgina fór ég til Dallas og Forht Worth að horfa á Nascar kappaskstur ...
upphaflega var nú planið að kærastinn hennar Kirsty færi með en hann er fastur á Skotlandi í augnablikinu, og Alex vinur okkar vildi ekki fara þannig að það endaði með því að ég skellti mér -ætlaði bara að vera að skoða í búðum á meðan þau væru á kappakstrinum -en svona geta hlutirnir breyst -þau ykkar sem hafið séð Butterfly-effect vitið hvað ég er að tala um ;o)
þetta var amk mjög skemmleg ferð, tók okkur svona 8 tíma að keyra hvora leið -með bensín -pissu og borðu-stoppum ...
ef ég ætti að velja eitt orð til að segja um Dallas þá væri það "HUGE" hún er svo stór að það er næstum varla fyndið
-þegar við komum inn í Dallas stoppuðum við á bensínstöð til að kaupa kort af borginni (og það var stærra en húddið) þá held ég að ég hafi aldrei (amk sjaldan) verið jafn hrædd ... það var fullt af skrýtnu fólki og strákarnir voru bara að skoða kortið á bílnum (úti) í rólegheitunum -aldrei að vita hvað hefði getað gerst -en við sluppum við skrekkinn -fjúkket ma´r ....
svo á endanum -eftir smá leit -fundum við hótelið - við fórum samt fljótlega að sofa eftir að á hótelið var komið -doldið þreytt öllsömul (já meðan ég man -við vorum 5; ég, Kirsty, Pieter, Bart og Chris)
á laugardeginum fórum við svo að labba niðri í miðbænum -það var mjög indælt -gott veður og borgin er mjög hrein -reyndar nokkur fólk ( ;o) ) sem voru að reyna að betla og buðust til að taka myndir af okkur ("hmm þú ætlar ekkert að stela myndavélinni er það???") en við hundsuðum þetta fólk barasta
við fórum að sjá þar sem Kennedy var skotinn -það var gaman og svo fórum við í Aquarium sem var líka mjög gaman ég set inn myndir af því mjög fljótlega (sorry hvað ég hef verið löt við að setja inn myndir)
og um kvöldið fórum við aðeins að skoða kvöld- og næturlífið ... fórum á stað sem heitir Uropa og er mjög kúl staður -við dönsuðum af okkur rassin skal ég segja ykkur -sem var mjög gott -smá sviti og svoleiðis gerir aldrei neinum mein ... en við fórum heim kl.3 því við urðum að taka daginn snemma á sunnudeginum ...
við náttlega byrjuðum á því að sofa aðeins yfir okkur -tæpa 2 klst... ætluðum að leggja af stað um kl.8 eða 9 en vöknuðum óvart rétt yfir kl.9 þannig að við lögðum ekki af stað fyrr en rétt yfir 10 ...
(Pieter, Bart og Chris stilltu ekki klukku -og ég og Kirsty vöknuðum ekki við hennar klukku ...)
en við komumst á leiðarenda -vorum fyrir utan völlinn þegar Josh G eitthvað (sá sem var í 2.sæti í fyrsta American Idol) söng þjóðsönginn -að borða hamborgara of hlusta á ameríska þjóðsönginn á Nascar- kappakstri > gerist varla Amerískara!!!!
við þurftum að labba svolið langt til að komast í sætin okkar -en það var í lagi mjög gott -sem betur fer keyptum við vatn og gos og einnota kælibox -annars hefðum við skrælnað -því við vorum þarna frá kl. 12 til svona 18 eða 19 (tók okkur 2 og 1/2 tíma að komast 10 metra til að komast útaf bílastæðinu)
ég náði mynd af crashi!!!! alveg óvart -og það versta er að það var bíllinn sem ég hélt með!!! bíll nr.43 -Cheerios bíllinn!! (fékk svoleiðis bíl í Cheerios pakkanum mínum) og þetta var bara í byrjuninni -þannig að ég fann mér annan bíl -hann var númer 31 og var Cingular bíll -appelsínu gulur og mjög flottur -ég valdi hann útaf litnum og útaf því að símafyrirtækið mitt hérna er Cingualr ... bíllinn minn lenti í 12.sæti!!! JIBBý!!!! en ég komst svo að því seinna að bílstjórinn er númer 40 af nazcar bístjórunum -þannig að honum gekk miklu betur en lög gera ráð fyrir -ég er mjög ánægð með val mitt á bíl -miklu skemmtilegra að hofra á og halda með einhverjum
svo loksins um kl. 19 eða 20 gátum við lagt af stað því þá vorum við komin út úr allri bílastæða traffíkinni ... fjúkket man hvða það var nice!
og við komum heim um kl. 4:30 -2 stopp á leiðinni ...
svo tók bara alvaran við -skóli kl.8:30
þetta var alveg ótrúlega skemmtileg helgi -framar öllum vonum -bjóst aldrei við því að mér myndi þykja gaman að horfa á bíla keyra 334 hringi! (góða við það að mann sér bílana allan hringinn!) en svona er nú margt skrýtið í kýrhausnum ....
-svo fór ég í spinning í morgun kl.6:30 -og nú er ég að fara í sturtu - og svo að borða og læra áður en ég fer í skúlen -ég verð á klakanum eftir 43 daga!
eins gott að það verði gott veður þegar ég kem heim! nú er ég vön að vera bara í stuttermum!
heyrumst my darlings
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 12:53 e.h.