föstudagur, apríl 01, 2005
Halló allir saman ..
hvað segið þið gott?
ég segji bara allt það besta í bænum ...
nú er veðrið vonandi orðið gott -amk hlýtt það sem eftir er af dvöl minni hérna ...
það reyndar helli rigndi í dag .. en það var samt hlýtt svo það er ok
-ég vissi ekki að mér þættu þrumur svona "hræðilegar" (as in þær hræða mig)
en eins og ljóðskáldið vinur minn sagði *það er vont en það venst*
en ok, eigum við að ræða þetta Eurovision-lag okkar aðeins?
mitt álit; annað hvort eða ... as in annað hvort förum við langt með þetta lag eða ekki rass ... veit ekki ennþá ... lagið er svona blanda af ýmsu -það er ekkert í því sem við höfum ekki séð áður þ.e. lagið minnir mig á köflum á lagið "kiss" með henni Holly Valance, svo er það stundum píknu lítið eins og poppuð útgáfa af eurovision laginu sem vann í fyrra, ég fékk það ekki á heilann (amk ekki eftir fyrstu hlustun -n.b. ég er bara búin að hlusta og horfa á það einu sinni) en það gæti verið vegna þess að strax á eftir heyrði ég lagið "if I was a rich girl" með henni Gwen Stefani og ÞAÐ ER GRÍPANDI ... þannig að júróvísíon lagið gæti verið grípandi ...
og myndbandið; hún minnir á; Birgittu Haukdal með krullurnar, Britney Spears í rauða gallanum, Kill Bill "kind of girl" með þessar örvar og Holly Valance með dansinn sinn ... eða amk einhverja pop-stjörnu, þannig að Props til Selmu, það eru ekki allir sem geta það og allt í einu myndbandi og ekki 18 ára ...
þetta eru allt hlutir sem hafa virkað áður, og spurningin er bara hvort að þetta virkar allt saman aftur og svona blandað saman ... ég vona það ...
ÁFRAM ÍSLAND!!!
oooo ég missi af eurovision partyum ... ég þarf að plata einhvern sem er með web-cam og míkrafón og euro-vision party til að hafa kveikt á öllu saman svo ég geti tekið þátt í gleðskapnum!! ef það er eitthvað sem ég elska þá er það eruovision party -það er mjög gaman ... amk skemmti ég mér vel síðast ... ásta og matti skemmtu sér kannski aðeins of vel (munið þið???) -en hey soddan er lífið
jæja þá ætla ég að fara að skella mér fram að tala við Kirsty, grant, og pabba og mömmu Kirsty og Pieter og Bart sem voru að koma í heimsókn ...
heyri í ykkur senere litlu strumparnir mínir
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 2:46 f.h.