mánudagur, september 04, 2006
~Þessi síða er í hvíld~
þú ættir að færast yfir á nýju síðuna á sjáfu sér eftir eitt augna
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 9:55 f.h.
mánudagur, júlí 31, 2006
á tveimur vikum hef ég farið í tvær jöklaferðir á snjósleða á Vatnajökul og Snæfellsjökul ... hugsið ykkur ... alla ævi hef ég bara farið í tvær jöklaferðir
það er samt voða voða gaman - en ekki svo gaman að ég sé farin að vera svona "jökla" snjósleða manneskja - en samt ótrúlega skemmtilegt
en núna er komið að því - alvaran er tekin við - eins gott að fara að rumpa ritgerðinni af ... nei ég meina ritgerðunum - það hlítur að fara að gerast - því ég fann í síðustu viku milljón greinar til að nota :o)
*gleði gleði*
nú er Björkin mín á Íslandi í heimsókn í tvær vikur, hún er algjör engla -get ekki sagt annað - ótrúlega gaman að hafa hana - verst að ég get ekki verið eins mikið með henni og ég vildi útaf skólanum - en ég finn tíma
oj hvað þetta er leiðinlegt blogg - sorry - ég er eitthvað sloj í dag ...
hérna ætlaði ég að hafa enn eina myndina af mér ... en upload-ið er ekki alveg að gera sig - eins og svo margt annað í dag (þ.e. heilsan) ... en það lagast ;o)
Hildur OUT!
ps. læt þetta fylgja með ... og ég er bara sátt við útkomuna skal ég segja ykkur -verð samt að kíjka í san diego áður en ég flyt þangað
American Cities That Best Fit You:: |
65% Austin |
65% San Diego |
60% Denver |
60% Honolulu |
60% Las Vegas |
Which American Cities Best Fit You?
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 8:24 f.h.
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Jæja þá er þetta loksins komið .... vonandi njótið þið lesningarinnar ... reyndi að hafa þetta stutt bara :o)
Dagur eitt punktur > lentum í San Fran ... WOOHOO!
Dagur tvö punktur > keyrðum keyrðrum og keyrðum og gistum svo á fallegasta stað sem ég hef komið á
Dagur þrjú punktur > komum til LA og borðuðum á Arnold´s place (Terminator) í Santa Monica rétt hjá þar sem við gistum
Dagur fjögur punktur > gengum um ströndina og skoðuðum í búðir
Dagur fimm punktur > VERSLUÐUM ÞAR TIL VIÐ DROPPUÐUM
Dagur sex punktur > héngum og fundum NBC studio-ið og Matti keypti bassa
Dagur sjö punktur > Jay Leno (af hverju biðum við ekki í TVO DAGA!!??!!!???!!! ÞÁ HEFÐUM VIÐ SÉÐ ORLANDO BLOOM!!!!!!!!!!!!! AAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGG!!!!!) og sáum Regis og Ringo Starr –ok það var kúl að sjá Bítil syngja Bítlalag (little help from a friend) en samt er það ekki orlando bloom!!!!!!!*snökt snökt*
Dagur átta punktur >
Dagur níu punktur > Disney World .... og versti morgun matur í heimi (ekki í Disney samt)
Dagur tíu punktur > fórum til Laguna Beach ...komum svo til baka og fengum bestasta mat í heiminum
Dagur ellefu punktur > fórum til Las Vegas (dagurinn sem við vorum í 57°c –vúhú!)
Dagur tólf til sextán punktur > fór mest bara í að vera í sundlaugagarðinum, labba um, skoða í búðir, borða og stundum horfa á fótbolta eða annað skemmtilegt
Dagur sautján punktur > hlustuðum á hljómsveit hússins (hótelsins) og fengum hana til að segja “Iceland” og “Kópavogur” (>langþráður draumur matta að rætast, og einn gaurinn í hljómsveitinni minni var í skólanum mínum í USA, á sama tíma og ég, en við hittumst aldrei – samt gaman)
Dagur átján punktur > fórum á líkama sýningu þar sem alvöru líkamar eru til sýnis, innifli og heilinn og vöðvar og allskonar flott
Dagur nítján punktur > keyrðum til Barstow og gistum þar í eina nótt
Dagur tuttugu punktur > keyrðum upp til San Fran og skiluðum bílnum
Dagur tuttugu og eitt > lentum í Keflavíkinni í hellirigningu
Ég vona að þetta sé ekki allt of löng eða leiðinleg ferðasaga ... ég skemmti mér konunglega og hafði það ótrúlega gott á blæjubílnum ... ég vildi að ég væri ennþá í þessu ferðalagi
En svona er lífið – komin heim ritgerðaskrif
PEACE!
Hildur OUT í bili
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 12:18 e.h.
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Ég er komin heim í heiða dalinn
komin heim í frið og ró
komin heim til pabb´og mömmu
komin heim að skipt´ um skó
meira seinna
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 10:10 f.h.
miðvikudagur, júní 28, 2006
News flash .... heitasti hiti sem ég hef verið í á degi til gerðist hérna um daginn ég var í 134°F sem eru 56,67°C
og sama kvöld var 107°F sem er 41,67°C
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 8:26 e.h.
þriðjudagur, júní 27, 2006
Sólveig > ég var í þættinum ... þar sem Ringo Starr söng í lokin ...
Toby > sko það eru alveg þrír eða fjórir búnir að vera á eftir okkur matta og eru með salt stauk og síróp við hendina ... þannig að við erum alveg 100% á varðbergi
Óli > þó hann sé viðbjóður (að þínu mati) er samt kúl að fara í þáttinn hans!! nanana búbú
Ferðalingur > ég komst ekki til Santa Cruz, ég fór samt til Laguna Beach í smá dropp inn barasta .... það er flottur bær ... sá húsið hennar L.C. sem var í þáttunum og er núna í nýjum þáttum sem heita The Hills eða eitthvað svoleiðis
Halla > ég er bara ofurkúl sko ;o)
eníveis þá sit ég hérna á hótelinu mínu (sem ég á) í Las Vegas .... við fórum í gær á all you can eat buffet og það var hreinn VIÐBJÓÐUR!!! OJ en það var allavega í fyrsta og síðasta sinn sem ég fer á svona all you can eat buffet hérna í útlöndum ....
svo fórum við líka í rússíbanann í New York New York, hann var töff sko ...
og í dag ætlum við að fara að versla!
uppáhaldið mitt sko :o)
(þarf að finna tösku svo ég geti tekið sólskynið með mér heim)
Anna María ef þú lest þetta ... þá held ég að þú hafir bustað keppnina okkar með skóna ... ég er búin að kaupa núll pör af skóm (hingað til) en það er ennþá tími !!
þar til næst - hafið það gott ...
Hildur OUT!!
ps.hey Ferðalingur ... þegar ég var í L.A. síðast þá sá ég einmitt á Hollywood Blvd premier á Entorage ... sá alla sem eru í þættinum á rauða teppinu!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 5:32 e.h.
miðvikudagur, júní 21, 2006
LENO i gaer ... tok i hendina a honum ... og sa Ringo star!!! woohoo!!!
horfid a thattinn eg sest pottthett.. .hann kemur orugglega i naestu viku!!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 6:31 e.h.