Jæja þá er þetta loksins komið .... vonandi njótið þið lesningarinnar ... reyndi að hafa þetta stutt bara :o)
Dagur eitt punktur > lentum í San Fran ... WOOHOO!
Dagur tvö punktur > keyrðum keyrðrum og keyrðum og gistum svo á fallegasta stað sem ég hef komið á
Dagur þrjú punktur > komum til LA og borðuðum á Arnold´s place (Terminator) í Santa Monica rétt hjá þar sem við gistum
Dagur fjögur punktur > gengum um ströndina og skoðuðum í búðir
Dagur fimm punktur > VERSLUÐUM ÞAR TIL VIÐ DROPPUÐUM
Dagur sex punktur > héngum og fundum NBC studio-ið og Matti keypti bassa
Dagur sjö punktur > Jay Leno (af hverju biðum við ekki í TVO DAGA!!??!!!???!!! ÞÁ HEFÐUM VIÐ SÉÐ ORLANDO BLOOM!!!!!!!!!!!!! AAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGG!!!!!) og sáum Regis og Ringo Starr –ok það var kúl að sjá Bítil syngja Bítlalag (little help from a friend) en samt er það ekki orlando bloom!!!!!!!*snökt snökt*
Dagur átta punktur >
Dagur níu punktur > Disney World .... og versti morgun matur í heimi (ekki í Disney samt)
Dagur tíu punktur > fórum til Laguna Beach ...komum svo til baka og fengum bestasta mat í heiminum
Dagur ellefu punktur > fórum til Las Vegas (dagurinn sem við vorum í 57°c –vúhú!)
Dagur tólf til sextán punktur > fór mest bara í að vera í sundlaugagarðinum, labba um, skoða í búðir, borða og stundum horfa á fótbolta eða annað skemmtilegt
Dagur sautján punktur > hlustuðum á hljómsveit hússins (hótelsins) og fengum hana til að segja “Iceland” og “Kópavogur” (>langþráður draumur matta að rætast, og einn gaurinn í hljómsveitinni minni var í skólanum mínum í USA, á sama tíma og ég, en við hittumst aldrei – samt gaman)
Dagur átján punktur > fórum á líkama sýningu þar sem alvöru líkamar eru til sýnis, innifli og heilinn og vöðvar og allskonar flott
Dagur nítján punktur > keyrðum til Barstow og gistum þar í eina nótt
Dagur tuttugu punktur > keyrðum upp til San Fran og skiluðum bílnum
Dagur tuttugu og eitt > lentum í Keflavíkinni í hellirigningu
Ég vona að þetta sé ekki allt of löng eða leiðinleg ferðasaga ... ég skemmti mér konunglega og hafði það ótrúlega gott á blæjubílnum ... ég vildi að ég væri ennþá í þessu ferðalagi
En svona er lífið – komin heim ritgerðaskrif
PEACE!
Hildur OUT í bili
|