fimmtudagur, mars 23, 2006
Ok smá vandamál í gangi – eða ekki vandamál – bara smá pælingar – jú ok smá vandamál – bara lítið samt - ekkert major
Mér finnst oft mjög skrýtið ef fólk sem ég hitti einu sinni man eftir mér – eða man jafnvel nafnið mitt ... sem er kannski skrýtið því ég man oft eftir fólki sem ég hitti kannski einu sinni – man mikið eftir andlitum –en get verið HRÆÐILEG með nöfn ... sérstaklega hræðileg með nöfn ...
Allavega þá var ég að pæla – ég var að tala við hana Ástu um daginn um hana Unni Birnu, því hún sagði einhvern tímann eftir að hún vann Miss World að það væri skrýtið að fara td. bara í Kringluna eða Smáralindina, því það er sama hvernig hún er; að veifa til allra eða bara að “mind her own business” þá á fólk eftir að vera “ó mæ god” og eitthvað svona rugl ... ég skil það mjög vel – sko að það geti verið erfitt fyrir hana (þó ég væri alveg til í að eiga þetta vandamál) :o)
En þá fór ég að pæla í einu, ég á við svipað vandamál að stríða – við vorum að vinna saman, ég og Unnur Birna í Bíóborginni góðu, sem er ekki frásögum færandi – en ef ég hefði hitt Unni niðri í bæ eða einhversstaðar á stað þar sem er svona “spjall-friendly” þá hefði ég kannski farið til hennar og sagt, “hæ, manstu eftir mér, Hildur, var að vinna með þér í bíóborginni” og það hefði ekki verið neitt asnalegt ... og ég myndi segja eitthvað í þessum dúr við hvern sem er – sem var að vinna þar í einhvern tíma með mér ... eða bara “hæ” ... (æ þið vitið)
EN ef ég myndi gera þetta í dag .. væri það þá ekki smá asnalegt?
Eins og ég sé eitthvað að reyna að vera vinkona Miss World eða eitthvað svoleiðis? Myndi það ekki líta þannig út?
Ekki að ég hafi eitthvað hitt hana – en ef hún kæmi nú í bíó í einum af pásunum sínum – hvað ætti ég þá að gera?
Skiljiði kreppuna sem ég er í?
Ég myndi örugglega segja eitthvað við hana, eitthvað “hæ, gaman að sjá þig” æ eða eitthvað ...
Ég þarf samt aðeins að spá í þessu sko :o)
Kreppan mín er hrikaleg
það hjálpar manni oft að leysa vandamálin með því að skrifa þau niður ...
en vonandi munu tveir dyggu lesendur mínir geta hjálpað mér ...
KatRÍN (ég er að reyna – það tekur tíma samt!!!) og Ásta ...
*hugsi hugs* hvað ætti ég að gera?
Ætli hún muni eftir mér?
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 1:42 e.h.