miðvikudagur, mars 01, 2006
Mér finnst æðislega fyndið að Silvía Nótt sé kynþokkafyllsta kona landsins, en að Ágústa Eva sé í fjórða sæti ...
http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=123968&e342DataStoreID=2213589Ég fór á stúfana til að finna og heyra/lesa listann yfir og fann hann á silvianott.com (
http://dagskra.ruv.is/streaming/playlist/?file=4249449/0) og þar heyrði ég listann lesinn upp og sagan sem ég hef heyrt er sönn!!!!!! Í 8.sæti sé svolítið ógeð, ekki að manneskjan sé ógeð, heldur að sú staðreynd að þessi “manneskja” sé á listanum! Sagan segir að það sé engin önnur en SOLLA STIRÐA!!!! HVAÐ ER ÞAÐ EIGINLEGA?!?!?!?!!???
Sko þó að það sé verið að tala um fullorðnu leikkonuna sem leikur hana á íslandi á skemmtunum, þá á hún að vera að leika litla stelpu ... en ekki konu... ég hef tekið þá ákvörðun að það sé samt málið – að það sé verið að tala um hana, en ekki stelpuna sem leikur hana i þáttunum – það er samt sikk sko! (að mínu mati a.m.k.)
Sorry en OJ!
Ok út í aðra og skemmtilegri sálma ... samt ekki mjög skemmtilega ... eða allavega ekki eins leiðinlega – hvar eru eiginlega þættirnir með henni Aliciu Silverstone, þar sem hún lék lögfræðing sem var alltaf að koma fólki saman??? Lagið í þáttunum var “love is gonna get you baby, someday oneday it will be a good love that gets me” með Macy Gray .... men það voru skemmtilegir þættir ...
Fjúkk samt að Grey´s Anatomy er í sjónvarpinu og að One tree Hill sé að fara að byrja aftur núna í Mars ... ég get ekki beðið ... love it ... ég elska að elska þætti ... eins og nágranna og svoleiðis – besta við nágranna að þeir eru oft og svo eru þeir búnir að vera lengi og verða vonandi lengur í viðbót ... mér finnst ekkert gaman þegar þættir enda – eins og Friends og Dawson´s Creek – me no likey!!
Hey já, ég fékk bók í síðustu viku – sem betur fer eru orðskýringar aftast – ég er að lesa bókina um Pétur poppara ... og á fyrstu 2 bls (sem er bara svona formáli en ekki bókin sjálf) þá varð ég að fletta minnst 4x aftast til að vita hvað orðin þýddu – því hann var með mjög skemmtilegan talsmáta :o)
Allavega þá dunda ég mér við að lesa hana í frístundum –sem eru því miður ekki of margar ...
Nóg frá mér í bili
Hildur OUT!
Ps. Urður Vala og Benjamín til hamingju með daginn!!
Pps. Til hamingju ég að vera búin að skila einni ritgerð af 4 ... :o)
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 4:07 e.h.