fimmtudagur, janúar 12, 2006
Hhhhmmmmmmm ...... fyrst það eru allir hættir að lesa síðuna mína ... allavega láta vita að þeir séu að því ... hvaða leyndarmáli ætti ég að uppljóstra??
Nú vandast málið ..... mmm ég ætla aðeins að hugsa ....
Allavega þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu sbr. undanfarna daga að guð er á gelgjunni ... þvílíkt rússíbana ”ride” ... snjór – rigning – ágætis ”vor” veður – snjór – enginn snjór – snjó-BYLUR –enginn snjór – snjór – slabb ...
djísús kræst (eða kannski frekar pabbi hans djísús kræst) ÁKVEDDU ÞIG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég fór í vinnuna í gærkvöldi sem er ekki frásögumfærandi og þá var bara svona smá snjór ekkert vesen – bara svona sætur jólasnjór. Svo var ég í vinnunni og þá varð allt í einu allt CRAZY – snjóbylur og bíllinn minn með SVO MIKIÐ af snjó á sér þegar ég lagði af stað heim .. það var vart keyrandi á götunum. Svo vaknaði ég í morgun –aðeins of seint að ég hélt, því ég gerði ráð fyrir að þurfa að SKAFA af bílnum mínum – og þegar ég segji skafa þá meina ég SKAFA ... en svo rúllaði ég frá gluggunum mínum og þá barasta var allur snjór farinn!!! HVAÐ ER AÐ FRÉTTA!
Hann er alveg allsvakalega í tilfinningarsveiflum þessa dagana –það er nokkuð ljóst ... fjúkket
Hmmm ég hef ákveðið að setja ekki neitt leyndarmál hérna .... því ég er ekki svoleiðis að segja eitthvað sem ekki má :o)
Ég veit samt ekki hvort ég eigi að þora að segja skoðun mína á DV-máli líðandi stundar ... kannski bara smá ...
DV sakfelldi manninn ekki, þeir sögðu að hann væri ákærður fyrir þetta - og mér finnst ekki rétt að segja að það sé DV að kenna ...ég veit ekki hvort maðurinn gerði þetta eða ekki – vonandi kemur sannleikurinn í ljós
- en hvernig áttu þeir að vita að maðurinn myndi gera svona? Það kvartaði enginn þegar það var sagt frá ”Svefnnauðgaranum”, er búið að dæma hann fyrir rétti (ég veit það ekki)? Eða gaurinn sem var að senda sms-in til stelpnanna, var ekki gott að vita af því (það er ekki búið að dæma hann)?
Þetta er bara mín skoðun, og ég hef ekkert á móti DV eða á móti fólki sem hefur á móti DV – hann er til dæmis eini fjölmiðillinn sem talar Á HVERJUM EINASTA degi um gamla fólkið – en ekki bara svona stundum og stundum – síðan loforð var gefið á Alþingi að eitthvað ætti að gera fyrir það til að bæta hag þeirra, hafa þeir skrifað um það daglega ...
... það er enginn miðill fullkominn ... en þeir mega eiga það að þeir segja oft of mörgum sinnum frá málum sem mega svo sannarlega koma fram í dagsljósið –en því miður þá skrifa þeir líka stundum greinar sem ekki segja allan sannleikann ... en þeir eru ekki eini fjölmiðillinn sem gerir svoleiðis það er pottþétt!
Ég læt þetta duga frá minni hálfu – ég vildi bara koma þessu á framfæri og vona að það særi ekki ykkur lesendur góðir ... ykkur er líka velkomið að setja ykkar skoðanir hingað inn .. allt sem þið viljið ... plís bara ekki hótanir – það er öllum velkomið að finnast það sem þeim finnst – ekki skamma mig fyrir það sem mér finnst – ég skal ekki skamma ykkur fyrir það sem ykkur finnst
Allavega þá held ég að ég þurfi að smakka þetta Opal-dæmi ... hvernig væri ef það væri líka búið til skot úr grænuópal, eða tröllatópas ... og senda Tarantino það ... og sjá hvað hann segir þá!! HAHA! Þá er enn meiri ástæða fyrir hann að koma aftur ....
Jæja ég er hætt núna ...
Hildur OUT !
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 12:59 e.h.