mánudagur, nóvember 21, 2005
Ok nú er bara OF mikið að gera ...
Mikið er ég þakklát fyrir hvað ég er búin að vera dugleg að lesa í vetur, en þrátt fyrri þann dugnað er samt sem áður langt í land ... og því er ég um það bil að drukkna núna ... fjúkk hvað ég hlakka til þegar ég geng út úr síðasta prófinu ... það er nú samt langt í það .... en samt svo stutt –eiginlega of stutt – doits maður
Jæja ég ætlaði að segja ykkur skemmtilega sögu af læknum í Ameríku og svo læknum í Evrópu ... en ég held ég geymi það ...
Eða nei annars ég hef tíma í eina sögu svo er það aftur í ritgerðina mína sem ég ÆTLA að skila á miðvikudaginn *YES I CAN*
Allavega þá var hún Kirsty vinkona mín frá Skotlandi með eitthvað skrýtin útbrot á fótunum sínum úti í Ameríkunni ... mjög furðuleg –eins og skordýrabit með sýkingu í ... en samt voru það ekki bit ...
Allavega þá fór hún til læknirins í Ameríku, og læknirinn gaf henni alltaf einhver sýklalyf og hún fékk alltaf meira og meira af lyfjum og aldrei fór þetta af fótunum hennar ... hún fékk bara nokkur í viðbót og alltaf lét læknamaðurinn hana fá fleiri pensilín og sagði alltaf að hún yrði að taka fleiri og fleiri töflur...
Svo kom hún heim til sín til Skotlands ... og þetta hélt áfram að koma á fótana hennar svo hún fór til læknis sem sagði henni að þetta myndi bara lagast ... lá við að hann segði “walk it off”
Æ mér fannst þetta bara fyndið ... hvernig munurinn er á milli landa ... það er eins og hérna heima ... þegar einhver fer til læknis og heldur að hann sé við dauðans dyr fer hann út með enga veiki og ekki neitt ... kannski í mesta lagi sagt að það séu vaxtarverkir eða eitthvað svoleiðis ...
Það er samt eitt sem að vakti athygli mína í útlöndunum og það er að
i Ameríku og Skotlandi er fólki ekki bent á að pensilín og svoleiðis “eyðist út” með áfengi –en það er sagt á íslandi og næstum allir sem ég þekki og veit um hlýða þeim fyrirmælum samviskusamlega –skrýtið
... kannski virkaði pensilínið ekki vegna þess að hún fékk sér áfengi –ég veit ekki – hún trúði mér amk ekki þegar ég sagði við hana að hún ætti að prófa að taka þau og ekki fá sér neitt áfengi á meðan ...
Hvað ætli sé satt og rétt í þeim málum? Eru læknar á Íslandi að reyna að fá fólk til að drekka minna –eða vita læknar í útlöndum ekki af þessum áhrifum (kannski gleymdi Kirsty bara alltaf að heyra í lækninum þegar hann sagði það við hana –það kemur stundum fyrir hjá henni)
Jæja farin í skriftir aftur ... JIBBÝ!!!
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 2:46 e.h.