miðvikudagur, október 05, 2005
*þumalfingur þumalfingur hvar ert þú*
*hér er ég hér er ég *
*góðan daginn daginn daginn*
já í þá gömlu góðu daga þegar vandamálið var að muna hvað fingurnir heita, það voru aðrir -en ekki einfaldari tímar - fólk heldur það barasta - haldið þið að það sé eitthvað auðvelt að muna allt í einu hvað allir puttarnir heita þegar mann er nýbúin/n að læra hvað allir í fjölskyldunni heita og allir á leikskólanum og hvar maður á heima og svo framvegis -nei fólkið mitt, ég held að lífið hafi ekkert endilega verið einfaldara -þetta er það sem er grunnurinn af lífinu okkar ... að muna hvað puttarnir heita og hvað klukkan er þegar stóri vísirinn er beint upp í loftið og litli beint niður - og ég tala nú ekki um þegar stóri vísirinn var bara ekki beint upp heldur bara einhversstaðar allt annars staðar ... VÓ! það er nú ekkert grín skal ég segja ykkur ... hvað þá að setja saman 3 epli í mengi og svo 4 epli í mengi og vita svo hvað eru mörg epli samtals í mengjunum ...
eða þá hvað kemur á eftir 29 - er það tuttugu og tíu eða hvað???? hvernig á mann að vita svona þegar það er verið að kenna manni allt í heiminum -doits
og ég ætla nú ekki að fara út í stafina -fjúkket hvað það er erfitt ... stóri og litli stafur og hvaða stafur segir hvað -það er ekkert grín ... en sem betur fer þá kemur þetta hjá okkur flestum að lokum.
-þegar ég var 6 ára og kom heim úr skólanum eftir fyrsta daginn þá fannst mér eins og heimurinn væri að enda eiginlega bara -ég fór í fýlu - ég var búin að vera í HEILAN DAG -já allan daginn (eða kannski bara hálfan -fyrir hádegi -þá voru skólar ekki einsettnir) - og ég var EKKI BÚIN AÐ LÆRA AÐ LESA!! HVAÐ VAR ÞAÐ EIGINLEGA ... ÉG MÆTTI Í SKÓLANN OG VAR TILBÚIN -ORÐIN 6 ÁRA OG ALLT EN KUNNI EKKI AÐ LESA EFTIR FYRSTA DAGINN .... ég var ekki ein af þeim sem kunni að lesa þegar ég byrjaði í skólanum -ég fór þangað með "hreint blað" og var tilbúin fyrir öll þessi ósköp og eftir heilan dag var ég ekki komin með þetta á hreint ... en það tókst að lokum -heppin
ég er bara heppin í dag ... ég er bara í einu ákveðnu fagi í háskólanum -að vísu að skoða það frá mörgum sjónarhornum -en það er samt bara þetta eina - ég þarf ekki að vera að spá í því að læra 8 sinnum töfluna (það var held ég erfiðasta taflan) eða muna hvað allir stafirnir heita eða kunna fullt af ljóðum utanbókar eða syngja á dönsku (ég man ennþá fyrsta tímann í dönsku þá hlustuðum við á lag og áttum svo að syngja með "hvordan er verjet hvorden er verjet de er stille vejr í dag" eða einhvern veginn svoleiðis)
jæja ætli það sé ekki best að fara að hella sér í að klára að laga ritgerðina mína sem ég á að skila á morgun -aðeins svona að pússa hana til og laga útlitið og nokkrar stafsetninga(r)villur (er r í því??)
einn kennarinn minn í grunnskóla sagðist vera með "r"-sýki ... þannig að ég hef kannski smitast af því ... eru til meðul við því? eru það sömu meðulin og mann tekur við þágufallssýki? eða þeirri sýki að tala alltaf um sjálfan sig sem "maður", sem er ekkert mjög skemmtilegt en margir gera ... meira að segja ég stundum örugglega þó ég reyni að forðast það ?
(já þegar maður er svangur verður maður að fá sér að borða? þegar maður vill upplifa eitthvað skemmtilegt þá verður maður bara að gera eitthvað í því!)
nei nú er ég hætt ... held að það sé komið nóg
ég ætla bara að þakka fyrir það að vera ekki í jafn erfiðri stöðu og ég var í þegar ég var 6 ára -staðan sem ég er í í dag er alveg jafn ögrandi en samt sem áður á allt annann hátt
hlutirnir voru ekki einfaldari þá en þeir eru í dag (haldið þið að það sé eitthvað auðvelt að þurfa að flýja undan kissudúkunni í bekknum?!?) þeir eru bara öðruvísi erfiðir -og þá varð mann ekki að vera að vinna til að lifa -eða taka sér lán ... en það var bara eitthvað allt annað sem að hrjáði okkur þá ...
nú er ég held ég búin að reyna að kveðja þrisvar sinnum-
og þá er ég farin á vit ritgerðarskrifa og bókalesturs (hvað segir "k" afur??)
Hildur OUT!
ps. ég veit ekki hvað er að tölvunni minni -hún vill aldrei publisha neitt sem ég skrifa hérna -verð að gera það úr tölvunni hjá pa og mö ... er ég svona lélegur penni eða hvað? ég skilur þetta ekki .. og meira að segja tölvan þeirra mótmælir mér líka ... þarf ég að bítta um endir? þ.e. ekki hafa blogspot.com heldur eitthvað allt annað .. hvað gæti ég fengið mér ... dæ ræ ræ ...
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 9:20 f.h.