miðvikudagur, júní 08, 2005
jæja -sumir skrifa seint en skrifa þó ...
nú er alveg að fara að verða komin vika síðan ég kom heim á klakabúntið ...
úff maður það er svo kalt hérna að mamma þín ... (og þegar það er "mamma þín" kalt þá er sko kalt!)
allavega eftir að ég talaði við ykkur síðast erum ég og matti búin að brenna til ösku -doits hvað ég vildi að það hefði verið aska en ekki brunablöðrur eins og Matti fékk -við vorum eins og hómblest með jarðaberjasúkkulaði ... eða amk ég því ég lá mest á maganum til að verða brún aðeins aftan á fórunum og bakinu ...
en matti var mest á bakinu til að verða brúnn á mallakút ... úff 2 verstu sólarhringar sem við höfum upplifað hingað til amk ... ég bíð ekki í það
en að öllu öðru leiti var Las Vegas alveg æðisleg borg,
við fórum á bestasta steikhúsið í ameríku alveg 3x á 5 kvöldum í Vegas ... Outback steikhús nammi nammi namm ... þetta steikhús lætur Argentínu líta út eins og bara McDonalds miðað við þetta steikhús ... nammi nammi nammi namm ...
djísús hvað mig langar að borða þarna í kvöld, síðasta kvöldið okkar þar vorum við með bestasta og skemmtilegasta þjón sem ég hef bara verið með síðan, ja bara aldrei, hann heitir Chris -össs ef allir þjónar væru eins hann þá væri nú ekki mikið að heiminum ;o)
svo fórum við til stóra eplisins og lentum í pínku smá ævintýri þar -lentum á svona líka rosalega dúbíus hóteli sem heitir Riverside Tower Hotel, sem lítur mjög vel út á orði en ekki á borði ... það skal ég nú segja ykkur -það var búið að brjótast inn í herbergið hliðina á okkur, eða amk BRJÓTA lásinn úr ... og troða dótaríi í lásinn okkar ... úúúúúííííííí það var svo óþægilegt eitthvað ... sko þið verðið bara að sjá vídeóið af herberginu þá skiljið þið þetta (ég held að ég hafi ekki tekið ljósmyndir) en ég athuga það audda
þannig að við matti fluttum okkur um hótel strax kl.8 morguninn eftir (komum nefninlega ekki á hótelið fyrr en um miðnætti) við sváfum bara í fötunum og ofan á yfirlakinu -létum okkur ekki detta í hug að fara undir yfirlakið ... en hótelið sem við fórum á í staðinn var alevg muy bien ... hliðina á times square og læti skal ég segja ykkur -það var svaka nice .. löbbuðum bara um allt -tókum svo reyndar subway-inn á ground zero ... það var bara 5th og 6th avenue allan daginn út og inn ... mestum tíma eyddum við örugglega í disney búðinni -VÁ MAÐUR SPÁMAÐUR hvað það er flott ... ég hef komið inn í disney búðir en ekki svona fína ÚFF PÚFF SKO...
svo gæti ég líka sagt ykkur frá ógeðslega vonda kjúklingnum sem við fengum á Rockafeller Center -en ég ætla ekki að gera það
allavega svo bara tókum við ótrúelga fínan Lincoln á flugvöllin -komið fram við okkur eins og kóngafólk -á flugvellinum var bara gaman -skrýtið að heyra svona marga íslendinga tala allt í kring ...
nú er ég amk komin í vinnið mitt -alvaran tekin við ... ekkert neitt svona spennandi ævintýri framundan -þannig að ég hygg að þetta hljóti að fara að vera með síðustu færslunum - set amk inn myndir fljótlega -
en annars bið ég ykkur bara að lifa heil
lofa að setja þær inn fljótt
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 2:31 e.h.