föstudagur, maí 27, 2005
hæhæ ... þá er ég komin til Las Vegas
búin með San Fransisco og Los Angeles, það var svakalega gaman,
búin að fara í fangelsi (Alcatraz) og studio (Universal Studios)
-ef einhver af ykkur horfir á Crossing Jordan, þá hef ég komið á settið ...
og fór líka á settið þar sem Pirates of the Caribbean 3 verður tekin upp,
svo sá ég fyrrverandi húsið hans Brad Pitt og Jennifer Aniston, og húsið hans JT
og helling af skemmtilegum svoleiðis húsum, fór á Baywatvch Ströndina,
var fyrir framan húsið hans Bruce Almighty, fót fyrir framan bíóið sem Spiderman beið efitir henni kærustunni sinni í mynd númer 2,sá Daily Planet þar sem hann Superman flaug inn í og vann hjá ...
ég sá nýju Idol Stjörnuna, og Constantine og litla ljóshærða gaurinn...sá líka Simon Cowell 3x, hann á alveg geggjaðan bíl -auðvitað svartan, og hann var náttlega líka í svörtum bol ...
ég fór líka til Parísar -þ.e.a.s. Parísar sem krakkarnir í 90210 fóru til!
svo fórum við í Six Flags Magic Mountain - og fórum í alla skemmtilegustu rússíbanana -doits hvað ég var hrædd! en það var samt svo gaman ...
svo á leiðinni til Las Vegas fórum við í Death Valley (mann kemst ekki hjá því) en það merkilegasta við það er að mig minnir að hún Sheila og hún Amber úr Bold and the Beautiful hafi átt heima þar!!! Vúhú!!!
en það merkilegasta er samt sem áður að ég hitti manneskjuna sem ég sagðist ætla að hitta! og talaði við þessa ákveðnu manneskju og tók mynd með þessari ákveðnu manneksju ... ég set inn myndir senere ... en þessi manneskja er enginn annar en GEORGE HUFF!! úr American Idol!!!
ég sagðist ætla að hitta hann -og ég gerði það!!! VÚHÚ!!!
allavega þá ætla ég að fara að gera eitthvað skemmtilegt hérna í Las Vegas -hvað gæti ég nú gert hmmmmm ... hlýt að finna eitthvað
Matti segir "hæ"
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 5:43 e.h.
miðvikudagur, maí 18, 2005
jæja ... þá er síðasta kvöldið mitt í Baton Rouge að líða ...
búin að kveðja fólk og ganga frá flestum mínum málum ..
nú er bara að fara að hitta manni minn í San Fransisco á morgun ...
woff hvað það verður skrýtið en æðislega skemmtó!!!
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 7:39 f.h.
sunnudagur, maí 15, 2005
Jæja síðasta nóttin búin ....
herbergið alveg tómt -nema ég og tölvan ...
vildi bara kveðja héðan ...
bless og takk stelpusnakk
Hildur OUT! -of LSU ...
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 1:11 e.h.
ég hef í raun og veru bara eitt að segja
þessum kafla er að ljúka -velkomin í lokaorðin ...
síðasta nóttin mín í herberginu mínu -allt nema tölvan mín,
tannburstinn og ég er komið til Sabrinu ... vá
svo er það bara San Fransisco á miðvikudaginn...fljótt að líða mann...
allavega farin að sofa síðustu nóttina mína hérna á LSU-campus..
Hildur OUT!!!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 9:22 f.h.
þriðjudagur, maí 10, 2005
18. þriðjudagurinn minn í Louisiana ... hugsa sér -vá .... 18. þriðjudagar og einn eftir ... þannig að samtals verð ég hérna í 19 þriðjudaga ... samt verð ég að segja að fimmtudagur er uppáhaldsdagurinn minn -kannski er það vegna þess að ég valdi að koma í heiminn á fimmtudegi, ég veit það ekki alveg -en það er mjög hugsanlegt
já fimmtudagur það er minn dagur og í mínum huga er hann fjólublár ;o) já ég veit ég er skrýtin -en svona er það barasta -ég er skrýtin ... og I LOVE IT
mér finnst samt 18 þriðjudagar vera miklu minna en rétt um 4 mánuðir - en ég á eftir að ákveða hvort mér finnst108 dagar meira eða minna en rétt um 4 mánuðir ... ég læt ykkur vita þegar ég hef tekið ákvörðun í þessu máli
ég fór í fyrsta prófið mitt kl.07:30 í morgun -doits!!
það gekk samt bara alveg hreint ágætlega skal ég segja ykkur
Kirsty á afmæli í dag, hún er 20 ára!! Jibbý!! svaka stuð ...
ég og Teri sem býr með okkur fórum í Walmart í gær eftir að Kirsty sofnaði og keyptum ammalis köku og dúk og diska og kort og svona skemmtilegt -svo var mamma hennar búin að láta mig hafa smá dót til að gefa Kirsty, kort og pakka og blörður og svona Happy Birthday borða og við settum þetta allt upp í gærkvöldi (um kl.1 í nótt)
þannig að þegar hún vaknaði í morgun var allt út í afmælis dóti -ég hengdi kortin útum alla veggi og setti blöðrur í baðkarið og svoleiðis .. það var mjög gaman og hún var hissa og ánægð þegar hún vaknaði í morgun ..
-ég vona að ég fái einhvern tíman svona suprise ... ég elska suprise -ég vona að þetta fari í karma-dótið mitt og komi til baka sem æðisleg suprise veisla einhvern tímann á ævinni minni .. *krossa fingurna* ;o)
ég fór að hitta einn af kennurunum mínum í gær og han elskar Norðurlöndin -elskar þau!!! ég fór að tala við hann um lokaprófið -og hann sýndi mér bók sem hann á og í henni er kafli eftir Gest Guðmundsson, og hann talar meðal annars um Snorra Sturluson, Halldór Laxness og Björk -sem okkar helstu "kandidata" og talsmenn í veröldinni -ég benti honum góðlega á að við eigum nú líka Quarashi, Sigurrós og Lacy Town (sem aðstoðar maðurinn hans hafði séð) (því það er í sjónvarpinu hérna)...
svo útskýrði ég fyrir honum hvernig eftirnöfnin okkar virka -og hann sagði -hvernig vitið þið þá um hvern er verið að tala og hverra manna fólk er, ég sagði að sumir væru jú með ættarnöfn, og sagði að þetta væri bara svona og hefði alltaf verið á íslandi -en hugsaði með mér við erum náttlega BEST Í HEIMI hvernig getum við ekki vitað um hvern er verið að tala þó það séu ekki ættarnöfn -og svo er heldur ekki eins og það sé bara ein ætt með sitt eftirnafn hérnaí ameríkunni ... sjáið nú office space þar sem við höfum Michael Bolton sem er ekkert skyldur Michael Bolton!
jæja -ætli það sé ekki best að fara að koma sér í læri-gírinn aftur -þarf að skila heimaprófi á morgun -þannig að það þarf að klárast í dag -aðeins byrjuð og eins og skáldið segir -hálfnað verk þá hafið er ... ;o)
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 4:39 e.h.
mánudagur, maí 09, 2005
er að læra ... ákvað að taka mér smá pásu og
segja hæ við ykkur ..
"HÆ"
mér gengur bara ágætlega að lesa og kl. 07:30 á þriðjudaginn er fyrsta prófið mitt
2 ammali kveðjur
Lóa Björk átti afmæli 5.maí
og Róbert 6.maí!!
TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!!! JIBBÝÝ!!!
ég ákvað líka þar sem lukkudýrið mitt virðist bara vera horfið
-ekki mikil lukka í því ..
að setja mynd af mér í staðinn .. svona þar til ég finn eitthvað betra til að setja í staðinn ...
amk vonandi gengur allt vel hjá öllum
Love
Hildur OUT!!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 2:51 f.h.
fimmtudagur, maí 05, 2005
úbbúsí!
doldið langt síðan ég skrifaði síðast -ég hef samt afökun fyrir því sko
það er nefninlega búið að vera svona "dead-week" í skólanum sem á að vera svona fyrir nemendurna til að læra fyrir próf og svoleiðis ... helst engir tímar og lítið eða ekkert að gera ... nema þetta er bara hundur í sauðagæru því þetta ætti frekar að heita MOST-ALIVE-WEEK-EVER!!!
3 ritgerðar, 1 fyrirlestur og ekki frí í einum tíma ...
þetta hefur orðið til þess að ég er minna brún og hef ekki getað notið daganna sem á undan hafa farið ... nú á ég 4 próf eftir, og þar af er eitt prófið eiginlega ritgerð!! JIBBÝ!!!!
þetta er að gerast people ... dvölinni minni fer senn að ljúka .. síðasti fimmtudagurinn í dag og síðasti föstudagurinn á morgun ... (síðasti danstíminn í gær og ég og Kirsty fórum nánast að gráta sko ... *snökt snötk*
kennarinn okkar er æði og hún var að segja hvað hún ætti eftir að sakna okkar og svoleiðis ...
en ég er að koma heim til ykkar elskurnar mínar
-ég er að fara að hitta Matta minn eftir 12 daga!!!!!!!!!!!!!
SVO SPENNNNT!!!!
og svo fæ ég best að borða hjá bestu pabba mínum og mömmu minni eftir 27 daga.... VÚHÚ!!!! nammi nammi namm ...
ég allavega þarf að fara að læra aftur ...
en ég reyni að tala við ykkur fljótt aftur ...
Hildur OUT!!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 10:19 e.h.