miðvikudagur, mars 02, 2005
Hæhæ,
hvað segið þið gott? ég segji barasta allt það besta í bænum, fór í brúðkaup um helgina og það var mjög gaman, skemmtilegt að sjá svona ameríksa athöfn, ekki alveg týpísk en samt alveg mjög nálægt því ... alveg 7 brúðarmeyjar í eins kjólum og svo blómastelpa og hringastrákar og allt saman barasta ... svolítið fyndið Kirsty greip vöndinn og brúðurin þekkti okkur sko ekki neitt!! Ekki kannski alveg það sem brúði dreymir um, að ókunnug stelpa grípi blómin í brúðkaupinu hennar ... en svona er lífið
ég setti inn nokkrar myndir héðan og þaðan.. fer að bæta inn fleiri myndum, nokkrum myndum frá Kirsty og svoleiðis ...
-2 sem kom mér mjög á óvart í brúðkaupinu og hræddi mig svolítið um leið
fyrst frétti ég að þau væru að gifta sig því það væri barn á leiðinni (ég sé fólk á íslandi gera það, það reynir frekar að skilja svo það fá einhverja aðstoð frá ríkinu)
og svo frétti ég að þau væru bæði fædd NÍTJÁNHUNDRUÐÁTTATÍUOGÞRJÚ!!!!!! og þau voru með fullorðins brúðkaupsveislu og allt! og ég sem er bara 18 ára!!! (eða svona næstum)
doits maður þetta var ekkert smá mikið reality check og hér er ég í framhaldsskóla, þar sem er lesið upp í hverjum tíma og allt! fjúkket hvað það er skerí að vera 22 ára ... það passar ekki við mig ... ég er í alvörunni í midlife crisis (en vonandi er þetta ekki midlife hjá mér samt)
ég er bara að klára að læra fyrir eitt próf sem er á morgun, og svo eru 2 í næstu viku ... í alvörunni krakkar ég er bara komin í framhaldsskóla ... námsefnið er ekki kannski mjög létt, en það er á svipuðu stigi og í framhaldsskóla, ekki eins flókið og erfitt og heima .. ég ætti kannski bara að klára þetta hér
hvernig líst öllum sem lesa þetta og þykja vænt um mig á að flytja hingað í smá tíma... rétt á meðan ég klára námið?
ég get líka sætt mig við að fara til Cali eða Hawaii í skóla eða eitthvað svoleiðis ef staðsetningin er vandamál ...
... ef ekki þá kem ég bara heim og klára, það gæti verið svolítið erfitrt að flytja íbúðina mína hingað frá Engjaselinu ... hmmmmm -ég tala bara við einhvern í verkfræðideildinni eða eitthvað svoleiðis til að leysa það vandamál
já 22 ára, þetta er vandamál sem er ekki auðvelt að leysa hmmm eins gott að 30s sé nýja 20s ... það þýðir að ég er ennþá táningur FJÚKKET MÁLIÐ ER LEYST!!!
heyrumst smeyrumst
Hildur OUT!!!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 7:09 f.h.