laugardagur, febrúar 05, 2005
Jæja krakkar mínir, þá er ég bara orðin heilu ári eldri og komin með hrukkur sem samsvarar því ... doits hvað tíminn líður hratt -áður en ég get sagt aaaaaaatjú verð ég örugglega komin heim, ef ég þekki þetta rétt
jæja smá News brake, ég er flutt í íbúð sem er á campusnum, með henni Kirsty vinkonu minni og við erum með roomie sem heitir Tery og hún er mjög fín stelpa ... við ákváðum að taka þetta bara alla leið og njóta þess til fullnustu að vera hér og vera á stað með góðu rúmi og herbergi og öllu svona góðu og þægilegu, miklu betra, ég gat meira að segja fengið mér morgunmat í morgun og í tilefni afmælisins í gær, þá elduðum við hvorki meira né minna en pizzu í liðið, það var fínt - við vorum 2 að halda upp á afmælið okkar saman ég og hann Chris frá Englandi -svo komst ég að því í kvöld að ein stelpa sem er að fara með okkur til N´Oleans á morgun átti afmæli í gær líka ... haldiði að sé lúxus!!!
-þegar ég kom hingað hafði ég held ég barasta aldrei hitt neinn sem á afmæli sama dag og ég, þekki helling af fólki í kringum 3.feb en engann sem á 3.feb með mér ... núna allt í einu er dagurinn að fyllast af fólki sem á afmæli saman dag og ég!
--> ég - Chris - Tom (kærastinn hennar Ashleyar) - stelpan í sem að kemur með okkur á morgun til N´Oleans og svo einn strákur sem er með Kirsty í tíma og svo einn strákur á íslandi sem varð 12 ára þann 3. .... haldiði að sé fjör hjá okkur þriðju febrúörum þessa heims ...
það fara að koma inn einhverjar myndir bráðum, en á morgun (í dag-laugardag) erum við að fara til N´Oleans að halda upp á feitan þriðjudag (Mardi Gras) -þetta er svona nokkurs konar kjötkveðjuhátíð eða eitthvað í þá áttina, núna er fólk að syndga (gera það sem það má ekki gera þegar það er að fasta fyrir páska) ...
við erum að fara í að minnsta kosti eina nótt -kannski tvær og í versta falli 3 -það er eiginlega óráðið -en við erum í fríi í skólanum fram á fimmtudag
-ég verð samt örugglega svo þreytt og búin á því að ég geti ekki verið svona lengi -en þetta er víst alveg geggjað! --> efast um að þetta geti toppað þjóðhátíð -efast um að eitthvað geti toppað eyjar!
ég segji nú bara *BRING IT ON!* og *IT BETTER BE GOOD!* því viðmiðunarstikan er mjög há -við erum að tala um ÞJÓÐHÁTÍÐ vs. MARDI GRAS ... við skulum skoða hvort er betra og skemmtilegra þegar þetta er liðið (mardi gras veitir samt auka frí í skólanum þannig að það er smá plús OG það er í kringum afmælið mitt og það er STÓR plús -> en eru fleiri plúsar???)
jæja nú ætlar hún gamla ykkar að fara að sofa því það eru langir dagar framundan!
jæja þá kveður hún amma ykkar í bili
við heyrumst og lesumst ...
Hildur OUT!
en svona bara til að forvitnast -er fólk eitthvað að lesa þetta?
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 6:59 f.h.