fimmtudagur, október 28, 2004
Erum við að tala um að gaurinn bætti barasta einni heilli sprautu við þegar ég var mætt á svæðið!!!! ég fór í 100% fleiri sprautur en ég átti upphaflega að fara í .... þetta var TORTURE!
en læknirinn sagði mér samt sem áður góðar fréttir ... það er verið að búa til bólusetningar sem eru í nefúða THAT I CAN DO!!
ég var sprautuð kl.16.58 eða eitthvað um það leiti og núna er kl. 23:00 og mér er ennþá illt í handleggnum ...
er eitthvað eðlilegt að mér sé ennþá illt? -já því þetta var VONT! ekki bara 1x vont heldur 2x vont ... en ég var með pabba með mér og hann hélt fast í hendina mína og ég hélt sko FAST í hann ... ég hefði örugglega meitt Jón Pál og Magnús Ver ... ótrúlegt hvað pabbar eru góðir og sterkir þegar mann þarf á þeim að halda ...
pabbinn minn er besti pabbinn minn í heiminum ...ef hann hefði ekki verið hefði þurft að óla mig niður!
yfir í aðra sálma ... ég fór ekki bara í hræðilegar 2 sprautur í dag heldur þurfti ég líka að tæma elsku bílinn minn sem ég elska svo mikið ... því nú er pabbi kominn í nýja BMW-inn sinn og mamma er á sínum fjallabíl (jeppa ... ok RAV4) þannig að þangað til að ég fer til útlanda þá verð ég á Benz-anum hans pabba og við ætlum að reyna að selja minn bíl ... æ já gullbíllinn minn ... hann hefur farið með mér til Eyja 2x meira að segja var hann tjaldið mitt árið 2000! Sumarið 2000 fór hann með mér út um ALLT -við vorum óaðskiljanleg allt sumarið ég, Ásta og gullmolinn minn ... æ já það voru tímarinir ... en nú er ég búin að tæma hann, og á morgun ætlum við, Matti að fara í bíltúr - hinsta bíltúrinn ...
saga -þegar ég var lítil áttum við bíl og svo seldum við bílinn og ég fór að gráta -
svo þegar ég er orðin aðeins stærri - þá ætlum við að reyna að selja bílinn - og þegar/ef það gerist -þá fer ég að gráta --aftur (já ég er sko grátu stelpa)
og eitt í viðbót ... Fannar frændi minn sem er færasti klippari á Íslandi í dag (án gríns) er að æfa sig í nýju trendi - þannig að ég ætla að auglýsa eftir módeli sem er til í að fá hip og kúl punkromanticism klippingu! Hann er að vinna að rauðhettu og úlfinum sem er alveg mögnuð klippistofa sem ég mæli með! Sérstaklega honum Fannari mínum sem ég held mikið upp á ...
ef þú ert stelpa, eða strákur með mikið hár og erttilí hip og kúl klippingu láttu mig vita annað hvort í commentunum eða sms ... og ég læt ykkur vita hvort að hann er kominn með módel eða ekki ...
var ég búin að minnast á að hann er alveg ótrúlega fær?
Sumir gætu fengið smá hnút í magann á meðan á klippingunni stendur en það er ekki það sem skitpir máli heldur er það loka lúkkið sem er ALLTAF flott*!
Ekki vera feimin!
Hildur OUT!
*ef svo undarlega vildi til að ykkur finndist þetta skrýtið þá hafið þið það bara í huga að húfur og hattar eru í tísku OG hárið vex aftur! ;o) magnað þetta með hárið ...
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 10:57 e.h.