fimmtudagur, október 28, 2004
Erum við að tala um að gaurinn bætti barasta einni heilli sprautu við þegar ég var mætt á svæðið!!!! ég fór í 100% fleiri sprautur en ég átti upphaflega að fara í .... þetta var TORTURE!
en læknirinn sagði mér samt sem áður góðar fréttir ... það er verið að búa til bólusetningar sem eru í nefúða THAT I CAN DO!!
ég var sprautuð kl.16.58 eða eitthvað um það leiti og núna er kl. 23:00 og mér er ennþá illt í handleggnum ...
er eitthvað eðlilegt að mér sé ennþá illt? -já því þetta var VONT! ekki bara 1x vont heldur 2x vont ... en ég var með pabba með mér og hann hélt fast í hendina mína og ég hélt sko FAST í hann ... ég hefði örugglega meitt Jón Pál og Magnús Ver ... ótrúlegt hvað pabbar eru góðir og sterkir þegar mann þarf á þeim að halda ...
pabbinn minn er besti pabbinn minn í heiminum ...ef hann hefði ekki verið hefði þurft að óla mig niður!
yfir í aðra sálma ... ég fór ekki bara í hræðilegar 2 sprautur í dag heldur þurfti ég líka að tæma elsku bílinn minn sem ég elska svo mikið ... því nú er pabbi kominn í nýja BMW-inn sinn og mamma er á sínum fjallabíl (jeppa ... ok RAV4) þannig að þangað til að ég fer til útlanda þá verð ég á Benz-anum hans pabba og við ætlum að reyna að selja minn bíl ... æ já gullbíllinn minn ... hann hefur farið með mér til Eyja 2x meira að segja var hann tjaldið mitt árið 2000! Sumarið 2000 fór hann með mér út um ALLT -við vorum óaðskiljanleg allt sumarið ég, Ásta og gullmolinn minn ... æ já það voru tímarinir ... en nú er ég búin að tæma hann, og á morgun ætlum við, Matti að fara í bíltúr - hinsta bíltúrinn ...
saga -þegar ég var lítil áttum við bíl og svo seldum við bílinn og ég fór að gráta -
svo þegar ég er orðin aðeins stærri - þá ætlum við að reyna að selja bílinn - og þegar/ef það gerist -þá fer ég að gráta --aftur (já ég er sko grátu stelpa)
og eitt í viðbót ... Fannar frændi minn sem er færasti klippari á Íslandi í dag (án gríns) er að æfa sig í nýju trendi - þannig að ég ætla að auglýsa eftir módeli sem er til í að fá hip og kúl punkromanticism klippingu! Hann er að vinna að rauðhettu og úlfinum sem er alveg mögnuð klippistofa sem ég mæli með! Sérstaklega honum Fannari mínum sem ég held mikið upp á ...
ef þú ert stelpa, eða strákur með mikið hár og erttilí hip og kúl klippingu láttu mig vita annað hvort í commentunum eða sms ... og ég læt ykkur vita hvort að hann er kominn með módel eða ekki ...
var ég búin að minnast á að hann er alveg ótrúlega fær?
Sumir gætu fengið smá hnút í magann á meðan á klippingunni stendur en það er ekki það sem skitpir máli heldur er það loka lúkkið sem er ALLTAF flott*!
Ekki vera feimin!
Hildur OUT!
*ef svo undarlega vildi til að ykkur finndist þetta skrýtið þá hafið þið það bara í huga að húfur og hattar eru í tísku OG hárið vex aftur! ;o) magnað þetta með hárið ...
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 10:57 e.h.
Það er eins gott að þessi sprauta sé ekki stór!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 3:52 e.h.
þriðjudagur, október 26, 2004
Smá wake up call hérna í síðasta commentum, frá henni Ölmu,
ég bara veit ekki hvar bloggið er, tíminn líður svo hratt að ég hef varla tíma til að
opna augun á morgnana því það er strax komið kvöld og þá hef ég ekki tíma til að
sofa því þá er strax kominn morgun ... þetta er alveg hrikalegt ... kann ekki einhver að hægja á tímanum -bara í svona einn sólarhring -en ég og þeir sem þurfa á því að halda fáum samt að starfa á eðlilegum hraða og alllt sem við þurfum til að starfa á eðlilegum hraða geri það líka -svona eins og tölvan mín? Þá gæti ég nú bara klárað þau verkefni sem eru í das skule og byrjað að halda áfram að lesa fyrir próf ...
oh það væri nú ljúft líf ... mann má alltaf láta sig dreyma ...
já og ef þetta væri möguleiki þá kannski gæti ég líka tekið til í herberginu mínu -það er long time over due sko -eins gott að það koma ekki gestir heim til mín ... fjúkket
og einar sorgarfréttir! Ásta ef þú ert að lesa þetta ekki fara að gráta (líka þú viktor -þó að ég haldi að þú lesir þetta ekki!) æ og bara allir ekki fara að gráta -þið verðið að vera sterk fyrir mig!
en ég er að fara að hætta að eiga gullmolann minn ... við erum að fara að skipta honum út! Þannig að ævintýrabíllinn minn sem er búinn að ganga í gegnum svo mikið með mér að það er með ólíkindum er að fara að syngja sitt síðasta og fer að vera bara varahlutir í aðra bíla ... og ég elska þennan bíl, hann er búin að fara á milljón böll með mér í sveitinni og líka nokkur í borginni, hann er líka búinn að fara með mér á þjóðhátíð 2x og svo er hann búinn að fara með mér í útilegu og bara út um allt þessi elska sem ég elska svo mikið -hann er líka gulllitaður! -ég á skó í stíl við hann meira að segja!
Jæja nú þarf ég að fara að halda áfram að læra -gera endalaust skemmtilegan fyrirlestur! og klára eitt verkefni og byrja á einni ritgerð og lesa svo sem eins og 1-2 -3 kafla í einhverri skemmtilegri skólabók! úff hvað ég lifi skemmtilegu lífi!
svo ef ég er heppin þá get ég horft á one tree hill þáttinn sem ég tók upp í gærkvöldi (ég elska unglingasápur sem eru um fólk sem er 16-18 ára en er leikið af fólki sem er uþb 22 - 24! I LOVE IT!)
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 10:42 f.h.
þriðjudagur, október 19, 2004
p.s. síðast þegar ég skrifaði hæ gæs var ég að meina as in guys en ekki gæs fuglinn! ég fattaði það bara eftir á -en þar sem ég stunda ekki ritskoðun breytti ég því ekki ;o)
það hlýtur að vera hægt að setja einhverja löggjöf á þetta veður! OH MY GOD -minnz er ekki að fýla þetta hætishót! Ég legg að minnsta kosti til að við skrifum undir einhverskona mótmæli til að þrýsta á stjórnvöld... það er náttúrulega ekki hægt að ætlast til þess að þeir geti einbeitt sér að kennaraverkfallinu þegar veðrið er svona!
Ég tel það því alveg ljóst að þeir verði fyrst og fremst að einbeita sér að því að setja löggjöf á þetta veður og jafnvel fyrst að þeir eru að þessu á annað borð gætu þeir bætt nokkrum klukkutímum við sólarhringinn líka (þægilegt að hafa þetta í sömu löggjöfinni –slá bara tvær flugur í einu höggi!)
Þetta veður er með öllu óásættanlegt!
Ég segji nú bara eins og fimmhundruð kallinn (nema bara í eintölu) “ÉG MÓTMÆLI ÖLL”!!!
Ég hvet ykkur, lesendur góðir til að skrifa undir þessa færslu ef þið eruð á sama máli og undirrituð!
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 8:33 f.h.
laugardagur, október 16, 2004
hæ gæs ...
hvað segið þið gott? ég segji nú bara allt það besta í bænum, ég fór til mömmu hans matta áðan og fékk þennan líka fínasta hamborvara, en það er nú ekki frásögum færandi nema hvað amma hans matta sem borðar venjulega eitt kiwi og vatnsglas fékk sér að borða með okkur -hún borðaði heilan hamborgara og frankskar og kokteilsósu OG fékk sér kók (sem er svo dúllulegt því mamma hans Matta geymir goslaust kók fyrir mömmu sína -því henni finnst svo vont að hafa gosið) -þannig að það var rosalega gaman ...
en ég sá líka exorsist the beginning í gærnótt eiginlega bara -því það var starfsmannaskemmtun í bíóinu -gat eiginlega ekki verið á betri tíma því nóttin er eini tíminn sem ég hef - það sitja margar spurningar eftir eftir exorsist - margt sem ég bara skil ekki - eins og til dæmis ....... nei grín .... spyr ykkur þegar þið hafið séð myndina ....
við sem unnum ekki nein verðlaun fengum samt sem áður mjög skemmtilega vinninga -sumir myndu kalla það skammarverðlaun en ég kalla það bara "takkfyriraðveratil"verðlaun :o)
ég var ekki komin heim fyrr en um kl 5 í morgun og horfði þá á IDOL og við sofnuðum ekki fyrr en um kl.6 og ég skal segja ykkur að það hefur ekki gerst síðan síðast bara - og það er nú svoldið langur tími síðan síðast - woff!
jæja best að fara að eyða smá meiri tíma af laugardagskvöldinu mínu í að læra litlu strumparnir mínir ...
takk fyrir að vera til - og fyrir að gefa ykkur tíma til að lesa síðuna mína -þið eruð æðisleg!!
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 9:34 e.h.
laugardagur, október 09, 2004
Jæja,
nú er ég komin aftur og hætt að vera í fýlu -samt skil ég ekki aðfallgreiningu eða aðhvarfsgreiningu eða púpígreiningu eins og ég kýs að kalla það
en nú er bara útlandaferðin mín að verða að veruleika - passinn kominn í bandarískasendiráðið (sem er með alveg hreint magnaða gæslu - það er alveg greinilegt að það eru OF margir securitas gaurar að passa sendiráðið - því þeim leiðist meira en allt - og láta það bitna á okkur saklaususm borgurunum úff það er nú saga til næsa bæjar- einn öryggisgaurinn sagði að Matti væri með skæting af því að hann stoppaði fyrir framan sendiráðið og leyfði mér að fara út ur bílnum, um leið og matti stoppaði var bankað á gluggann hjá honum og gaurinn sagði "ekki blokka fyrir innkeyrsluna hjá nágranna okkar" og Matti sagði "kærastan mín er bara að hlaupa út úr bílnum er það ekki í lagi?" og securitas gaurinn sagði "færðu bara bílinn" og matti sagði "ok" - svo fór ég út úr bílnum og þá var securitas gaurinn að egja í talstöðina "bílstjóri hér fyuri utan með skæting" -vá ef að þetta er skætingur hvað kalla þeir þá fólk sem er með skæting?!?!? maður spyr sig)
og núna þarf ég að greiða eitt gjald og þá fæ ég Visa til að vera í USA, svo fæ ég (vonandi ekki) sprautuna mína í næstu viku (pabbi æltar að koma með mér og halda í höndina á mér) (vonandi verður það fýluferð -og læknirinn minn hættir við að sprauta mig)
þegar ég er (ekki) búin að fá sprautuna og Visað sem ég fæ örugglega í næstu eða þar næstu viku þá á ég bara eftir að fá mér flugmiða og fá að vita í hvaða heimavist ég verð (vonandi all girls heimavist sem ég sótti um -þær voru 3 og allar mjög flottar)
þannig að nú fer hún Hildur ykkar alveg að fara að fara ... OH MY GOD ... ég þarf að fara að sitja svona count down hjá mér um það hvenær ég fer út
og svo líka um hvenær matti kemur út til mín
jæja nú ætla ég að halda áfram að læra, því ég elska að læra
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 5:59 e.h.
föstudagur, október 08, 2004
Ég legg mig fram eins mikið og ég get að líta ekki nikvæðum augum á hlutina sem gerast í lífinu -það getur nú stundum verið svolítið erfitt - en Pollyönnu hugsanagangur getur oft a tíðum komið manni svolítð langt bara
mind over matter það er það esm blífar -oft og milljón sinnum hef ég náð að koma mér hjá því að fara í fýlu bara með því að hugsa jákvætt ... og mér hefur tekist að tala fólk úr fýlu með svona hugsana gangi
EN akkúrat þessa stundina nenni ég því ekki - ég er að læra fyrir eitthvað aðferðafræði draselrí og ég barasta er ekki alveg að skilja það sem er að gerast -hverjum datt í hug að kenna kúrs í aðferðafræði þar sem okkur er ekki kennd aðferðafræði heldur er bara verið að segja okkur hluti eins og við ættum að kunna aðferðafræði -nei hún hildur kann ekki aðferðafræði -ef ég kynni aðferðafræði væri ég ekki í kúrsinum ... og ef ég væri góð í aðferðafræði þá væri ég góð í stærðfræði og þá væri í einhverjum allt öðrum fræðum en stjórnmálafræðum á félagsfræðibarut ...
við vorum að tala saman nokkur á félagvísindadeild og við nennum þessu ekki við erum öll að læra fyrir svona aðferðafræði draslerí og skiljum ekki neitt í neinu ...
nú er mér nóg boðið ...
ég er búin að taka ákvörðun
ég ætla bara að vera í fýlu út í aðferðafræði í dag - takk fyrir mig ....
ég veit að ég þarf samt að klára verkefnið -en í dag ætla ég að vera í fýlu út í aðferðafræði!!!
Hildur OUT! (meira kannski OUT of order í dag!)
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 2:42 e.h.
þriðjudagur, október 05, 2004
Heilir og sælir lesendur góðir!
Það virðist hafa orðið smá misskilningur í gær á blogginu mínu sem ég ætla hér með að leiðrétta
-þegar ég sagði að ég vildi enga dóna á MSN-ið hjá mér þá var ég ekki að tala um fólk sem ég þekki og þekkir mig og flokkar sig sem dóna - alls ekki ALLIR DÓNAR SEM ÞEKKJA MIG mega alveg koma á MSN hjá mér
- það sem ég átti við þegar á skrifaði dónar þá er ég að meina eins og td. AJ sem að ég óvart leyfði að koma á listann minn (en hann hefur verið blokkaður) AJ hann er maður sem býr í Ameríku sem er að leita sér að evrópskri konu, helst frá Íslandi svo að hann geti ferðast um Evrópu og bara allan heiminn án þess að þurfa að standa í því veseni sem að USA menn þurfa að fara í gegnum (vegabréfaskoðanir og vísa og allt svoleiðis)
Hann var mjög kurteis í upphafi svo var hann eiginlega bara búinn að biðja mig að giftast sér þó að ég segði honum að ég ætti kærasta og væri hamingjusöm og væri hreinlega bara ekki rass í bala að leita mér að nýjum manni - ekki núna og örugglega vonandi bara aldrei! Það eru slíkir dónar sem að ég kýs að fá ekki inn á MSN-ið mitt = Ókunnugir dónar
En þeir sem eru ókunnugir og eru ekki svona dónar -endilega hreint kíkið við og látið í ykkur heyra - ég er að safna fólki inn á MSN-ið hjá mér!
Nú er staðan 34 fólk ...
endilega bætið ykkur í hóp fallega og skemmtilega fólksins sem ég er með á listanum mínum!
Fallega og skemmtilega fólkið talar við hana Hildi ..... .... .... .... ..... ..... alveg eins og þið hin ;o)
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 4:28 e.h.
mánudagur, október 04, 2004
VANS-tilkynning (e.NEWS-flash)
Skrýtið,
þegar mann óskar þess að eitthvað gerist og talar um það þá gerist það mjög oft ekki -það er eing og mann jinxihlutina þegar mann talar um þá
EEEEEEEEEN stundum
þegar mann fær hugmynd um að mann vildi að eitthvað væri til þá verður mann að segja það upphátt - það er henda hugmyndinni út í heiminn -put it out there -
hér er ég með dæmi um slíkt - ég var að ræða það um daginn hvað það væri skrýtið með allri þessari tækni sem er til í heiminum að mann geti ekki skráð sig inn á MSN á netinu (þ.e. að mann verði að downloada því í tölvuna sína) en svo í dag þá komst ég að þeirri merku staðreynd að þetta er komið! það er orðið til
Já góðir hálsar nú getið þið skráð ykkur inn á
MSN þó að það sé ekki í tölvunum ykkar!!
Ef ástæðan fyrir því að ég er ekki skráð á MSN hjá ykkur er sú að þið eruð ekki með MSN í tölvunum ykkar vil ég benda ykkur á að MSNið mitt er :
hildurpals@hotmail.com
(allir nema dónar velkomnir ;o) )
ég ætla að sitja þetta sem link á síðunni minni núna barasta
en ef þið eruð ekki með MSN í tölvunum ykkar - eða tölvunum sem þið vinnið í getið þið hreinlega skráð ykkur á það á netinu og spjallað þaðan
Hildur OUT!
ps. ekki segja yfirmönnum ykkar að ég hafi sagt ykkur frá þessu og ekki gleyma ykkur á spjallinu - það verður líka að vinna - það er fyrir öllu - en þetta er svona ykkur til yndisauka, þegar ekkert er að gera í vinnunni!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 3:51 e.h.
Merkilegt
Newspaper > Fréttablað(ið)
NEWS > NorthEastWestSouth
af hverju heita fréttir þá ekki NAVS eða SAVN eða VANS?
(Norður Austur Vestr Suður)
þetta finns mér alveg hreint með ólíkindum ...
hver fann eiginlega upp á orðinu fréttir?
mér finnst enska orðið miklu lógískara, því við erum að fá tíðindi (VANS) alls staðar frá!
Merkilegt
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 11:50 f.h.