þriðjudagur, september 28, 2004
Góðan daginn öll sömul ....
ég veit að ég hef ekkert verið voðalega dugleg við að glósa .... nei oh ég meina skrifa hér inn á (skólinn alveg að syngja sitt síðasta -allavega er hausinn minn alveg að klárast)
Þrátt fyrir að ég sé núna búin að læra rassinn úr buxunum mínum (ég þarf í alvöru að fara að fá mér nýjar svona læri buxur -það er fyrir öllu að löppunum mínum líði vel þegar ég er að læra) þá hef ég ALDREI -nei ALDREI
fengið svona margar heimasíður upp í hendurnar hjá fólki sem ég þekki bara í lífinu mínu -var ég búin að segja ykkur að það hefur aldrei gerst áður?
Í fyrsta lagi fann hún Hildur mig frá einhverri síðu sem ég er ekki alveg viss um að ég viti hver er -gaman að vera linkur á heimasíðum sem ég veit ekki af (hélt að það væri bara á svona 3 síðum sem ég veit af -Þorbjörg-Aldís-Vala og nýjast hjá henni Höllu) en nei að virðist amk ver ein síða í viðbót ... svo fann Alma mig barasta líka alveg óvart í gegnum
Hildi og þá fann ég síðurnar þeirra því Alma var svo sniðug að segtja link á sína síðu á spjallinu -já FAM hugsunarhátturinn brings us together girls and boys (by the way þá eru þetta stelpurnar mínar síðan úr LAGER-ferðinni góðu þar sem hún Hildur söng sig svo fallega inn í hjörtu okkar hinna á EnternetEnu og Alma fór á klósettið eftir að hafa uppgötvað að hún elskar ónefndan hauk í horni) (smá svona had to be there situation)
og svo er ég bara búin að vera að fá upplýsingar um hinar og þessar heimasíður -bráðum verður linkalistinn minn orðinn svo langur að ég verð bara næstum því fræg- þetta er rosalegt -núna er nýtt mission hjá mér og það er að safna öllum sem ég get- en næstu meðlimir mínir verða Sólrún, Sólveig, Arna Margrét, Fannar, Óskar, Unnar Steinn, Hildur, Alma ... æ mér þykit það svo gaman - eini ókosturinn er að núna fer rúnturinn minn að stækka þannig að nú verð ég annað hvort að skipta þessu niður í holl eða bara fara að taka mér lengri pásur frá lærdómnum .... hmmmm hvort ætti það að vera?
í dag fékk ég smá kvörtun um að ég skrifaði aldrei neitt hér inn á - en ég hef smá kvörtun til baka eða kannski réttara sagt smá athugasemd ... sko ef fólk er ekkert að skrifa nein komment á síðuna mína missi ég bara alla von um að einhver sé að lesa - en þegar ég sé komment eða nýtt spjall þá kemur einhver fítóns kraftur í mig og ég fer að skrifa ... svona vrkar hún hildur ykkar - en það þarf ekki mjög mikið - kannski bara "hæ"- eða bara "var hér" eða eitthvað svona smá þannig að ég viti að ég er ekki bara að skrifa fyrir mig hérna ... þið vitið hvað ég er að fara
.... ég hef líka sagt það áður og segji það aftur EF þið vijið ekki að það komi fram hver þið eruð þá getið þið bara haft anonymous eða leyninafn á kommentinu sem þið skrifið
allavegana þá ætla ég að fara að læra núna -svo eftir helgina einhvern tímann ætla ég að fara að bæta öllu nýja og skemmtilega fólkinu mínu við hitt skemmtilega fólkið mitt ... en ég held að égþyrfti að fara að búa til einhvern skammarkrók eða einhvrn útjaðar fyrir allt fólkið sem er ekki að gera neitt aldrei á síðunni sinni ...
Adios amigos
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 8:31 e.h.