mánudagur, júní 28, 2004
Fröken Slugz bara mætt á svæðið enn eina ferðina....
Það er nú aldeilis búið að vera líf og fjör á bænum undanfarna daga enda þreytan aðeins farinað segja til sín .... fjúff ...
Á föstudaginn var minns að vinna til kl. 7 og fór þá heim að borða dýrindismáltíð *kjúkling* “dara da da da I´m loving it” ...
Og svo fór ég í heimsókn til hennar Söru minnar sem er hvorki meira né minna en að fara að gifta sig eftir smá stund eða 12 daga .... það eru færri dagar en á jólunum og færri dagae en á efnaskipta kúrnum fræga – spáið í því
Já spáið aðeins í því .............................. aðeins meira ......................... pínu meira .................... ok þið eruð búin að spá nóg ...
Skemmtileg tilhugsun, einhvern tíma verða bara 12 daga þar til ég gifti mig ..... vátzí
Og svo á laugardaginn var nú aldeilis fínn dagur, var að vinna við kosningarnar og var það sem kallað er tilsjónarmaður – mergjað ma´r – ótrúlegt en satt þessir 13 tíma liðu bara eins og 4 tíma eða minna, var samt smá þreytt
En sunnudagurinn toppar nú allt, þá voru frændur mínir og frænka (1/2 nafna mín) og svo litli litli frændi minn og systir hans í heimsókn heima hjá mér og þá var hún Hildur ykkar í Heaven, því ég elska þessar litlu dúllur þau eru æðisleg – get ekki beðið eftir að eignast mín eigin ... ég á þessi nú eiginlega alveg ef ég á að segja ykkur eins og er ...
En nú er það alvara lífsins bara vinna og vinna ....til að ríkið fái nú sinn skattpening, það getur engin sagt að ég vinni ekki góðgerðarvinnu, tæplega 40% af minni vinnu – neh – meira að segja meira en það fer í að borga ríkinu sem reynir að nýta þennan skattpening á mis-nýtilegan hátt ....
En eins og hann Joey minnn segir líka, mann geriri ekki góðverk öðruvísi en að græða á því sjálfur” ? “there is no selfless good deed” ... og það var sko alveg satt hjá kauða ...
Við vinnum fyrir ríkið svo að við getum átt pening til að kaupa okkur fallega og skemmtilega og nauðsynlega hluti ... ef þið eruð eins og ég þá kaupið þið náttúrulega aldrei ónauðsynlega hluti ;o) *wink wink* .... allt sem ég á er lífsnauðsynlegt ..... og að sjálfsögðu geri ég alltaf kjarakaup ;o) ....
Jæja þá ætla ég að fara heim á vit ævintýranna og brosa því
Þá er svo auðvelt að komast í gegnum lífið ....
Við brosum eins og hann pabbi minn segir alltaf
Hildur OUT
P.s. ég veit að þetta var ekkert skemmtileg færsla en ég reyni bara að gera betur næst ....
Bless á meðan kjútípæs!
p.p.s þetta var færsla númer 100 til hamingju ég!!! :o)
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 10:52 e.h.