föstudagur, maí 28, 2004
jæja skrípalingarnir mínir,
þetta er alveg rosalegt, ég verð að fara að fá mér tíma heima til að tölvast þvði ég bara hreinlega VERÐ að koma myndunum af henni
Toby minni hér inni á, þar eru líka mjög merkilegar myndir td Valur edrú, dúx Fb á þessu ári (hey! ég er líka með myndir af dúxinum síðan á síðasta ári -en ekki í sama partýi) mér finnst þetta skemmtilegar myndir og hlakka til að skoða þær,
ég er byrjuð að vinna hjá flugfélagi íslands að svara í símann, ég byrja að svara alveg ein í næstu viku þannig að gangi mér vel, líkur eru á því að þið þurfið að tala við mig ef þið ætlið að fljúga innanlands eða tala við einhvern á skrifstofunni ... ;o)
um að gera að byrja að bóka flug innanlands því ég tel mig mjög skemmtilega símadömu ;o) það er líka svo gaman að tala í símann, stelpurnar sem eru að vinna þarna eru líka bara æðislega fínar, þær hafa tekið mjög vel á móti mér og verið mjög góðar við mig...
tíminn er nú aldeilis fljótur að líða, fyrir einu ári var ég að klára stúdentinn og það er eins og það hafi verið fyrir 2 mánuðum síðan, en það eru samt 12 mánuðir síðan, og eftir ár verð ég örugglega að fara að undirbúa heimkomu frá því að vera í ameríkunni, og það á þá eftir að vera eins og 2 mánuðir síðan ég skrifaði þetta,
tíminn líður alltof á gervihnattaöld
hraðar sérhvern dag
hraðar sérhvert kvöld
gæti ekki átt betur við núna ...
þessi texti er minn texti núna, ég ekki að höndla hvað tíminn er fljótur að líða,
gott að eignast góðar minningar til að hlýja sér um hjartarætur á þessum tíma
jæja gott fólk
áfram þið, þið eruð frábær ;o)
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 9:03 e.h.