þriðjudagur, maí 18, 2004
Hvað segir fólkið þessa dagana?!
Ég segji nú bara allt ágætt, ég er að reyna að jafna mig á því að vera ekki að læra þessa dagana, þetta er hræðileg tilfinning, ér er búin að vera stanslaust að læra og gera ritgerðir síðan í febrúar, ég hef ALDREI (takið eftir ALDREI!) lært svona mikið magn á einni önn ...
fúkket að þetta er búið – í bili
ég fór ekki neitt á föstudaginn, tók það bara rólega heima og horfði á sjónvarpið og borðaði pizzu allt voða rómó eitthvað
og á laugardaginn fór ég að grilla og hafa það gaman heima hjá Róberti og Önnu, það var mjög gaman, mér finnst svo gaman að hafa það gaman með þeim... við grilluðum voða fínt og drukkum bjór (reyndar ekki Róbert og Villi – en allir hinir) sumir drukku kannski aðeins meira en aðrir og enn aðrir drukku miklu miklu miklu meira en allir hinir ... woff það var allsvakalegt, en eins og vanalega var það bæjarferðin sem var ekki að gera sig, það er alltaf svo gaman þangað til að fólk ákveður að fara niður í bæ,
ég legg til að á næsta jammi verði engin bæjarferð, ég held að sumarbústaðaferð sé málið þá kemst enginn niður í bæ, hvað finnst ykkur um það (róbert, anna, ásta, biggi –ég veit/vona að þið lesið þetta amk)?
Mér persónulega líst bara mergjaðslega vel á það ... eina sem þarf að gera er að redda bústað, en það ætti ekki að vera vandamál, alltaf hægt að leigja einhvers staðar,
Ég held að setning helgarinnar sé "ég þoli ekki ógeðslega fullt fólk" (já ásta mín þú átt setninguna)
Ég ætla að reyna að koma með myndir hér á síðuna eftir augnablik,
en núna er ég á leiðinni að fara að sjá
Troy , "hamana hamana hamana" (eins og monica vinkona mín myndi segja)
jæja, verð að þjóta, bless á meðan,
gaman að hitta ykkur
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 7:38 e.h.