laugardagur, maí 08, 2004
hæhæ,
ég vil byrja á því að bjóða hann Róbert vin minn velkominn í númer tuttugu og eitt, það er gaman að það er farið að fjölga í hópnum hjá mér, mér var farið að leiðast svolítið að vera ein hérna, en á fimmtudaginn bættist hann í hóp manna sem má drekka áfengi í bandaríkjunum, það kemur mér í sjálfu sér vel, því þá er enn önnur ástæða fyrir hann að koma í heimsókn til mín í ameríkunni
núna er ég búin í 3 prófum af 4, það er ágætt...svolítið mikið að lesa fyrir síðasta prófið, en það er í lagi, ég hef heila 6 daga til þess og svo 7unda daginn fer ég í partý ársins, afmælis eurovision party voff það verður gaman
mér finnst american idol sökka, sko í fyrsta lagi á fantasia að vinna en hann geoger huff minn átti að vera í öðru sæti, mér finnst diana degarmo og jasmine trias ekki vera að gera sig... og latoya london er ekki alveg eins góð og hú lítur út fyrir að vera, en það er eitt gott við þetta og það er að það eru einhverjar líkur á því að hann flytji núna aftir til new orleans (rétt hjá baton rouge) og þá get ég hitt hann og sagt honum að ég hafi haldið með honum og fengið að taka mynd af okkur saman til að senda ykkur... það verður nú skemmtilegt
það er ömurlegt JÁ ÖMURLEGT að stöð 3 sé hætt.... það sökkar BIG TIME!
ég er ekki sátt, það var SVO ÞÆGILEGT að geta horft á einn eða tvo skemmtilega (það voru allir þættirnir skemmtilegir) þætti áður en horfið var inn í draumalandið, það var æðislegt að vera mataður af upplýsingum í smá stund, eftir langan dag í lærdóm og heilapúl.... að geta slappað af og horft á gamla klassíska þætti, sem mynna á bernskuna, muniði eftir þáttunum bernskubrek... ég sakna samt perfect strangers mest, ég verð að reyna að finna alla þá þætti á dvd til að eiga þá, þeir eru æðislegir ...
DON´T BE REDICULOUS!
asnalegt að hætta með stöð þar sem allir þættirnir eru gamlir nema david letterman, en david letterman er hvort eð er ekkert svo skemmtilegur, var ekki bara frekar hægt að sleppa því að sýna hann... það er örugglege ekki dýrt að endursýna eldgamla þætti, sem þeir eru bara með á lager eða eitthvað svoleiðis, ég neita að trúa því
þetta er örugglega eitthvað persónulegt, af því að ég gjörsamlega ELSKAÐI þessa stöð og ég veit um fleiri sem gerðu það ...
jæja nú ætlar hún hildur ykkar að fara að koma sér í háttinn, svo að ég geti lært nánast allan daginn á morgun, þar sem ég verð ein heima og get lært án þess að verða fyrir truflunum frá elskulegum foreldrum mínum
góða nótt góðir hálsar
p.s. ég trúi ekki að friends sé að hætta
ég er að segja ykkur það þetta er eitthvað samsæri ...
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 1:24 f.h.