miðvikudagur, maí 05, 2004
hæhæ,
alltaf þegar ég held að hlutirnir gætu ekki verið betri og lífið mitt sé að verða rólegt og gott
gerist eitthvað sem gæti bara komið fyrir mig (ok atla og diljá líka)
ég er búin að vera mjög dugleg að læra undanfarna daga, alveg verið á áætlun,
ég er búin að vera í rope yoga, sem virkar mjög vel og róandi, hjálpar mér mikið í prófalestrinum
ég fékk vinnu hjá flugfélagi íslands
staðfesting á skólanum úti er í pósti og allt fallegt og gott
svo í síðustu viku kom kall djöfull í bíó sem var mjög leiðinlegur og það pirraði mitt litla hjarta mjög mikið, er reyndar alveg að fara að jafna mig á því,
og svo í morgun ætlaði ég að vakan kl.7.30, og klukkan hringdi 7.25, en önnur klukka var stillt á 7.30, þannig að ég ætlaði að bíða eftir henni, en svo allt í einu heyri ég í matta SHITT KLUKKAN ER HÁLF TÍU! og ég átti að vera mætti próf kl.9, en þar sem ég og matti erum superpeople, náðum við að vera komin niður í hí (hann keyrði mér) fyrir kl.9, réttara sagt kl.9.47 og ég mátti fara inn í prófið, vegna þess að enginn var farinn út (það má enginn fara fyrr en kl.10) ...
þvílíkt lán í óláni, nú vona ég bara að málshátturinn, fall er fararheill sé sannur,
mér gekk annars fínt í prófinu...
en það er svo skrýtið um leið og ég er farin að halda að núna sé allt orðið svo fínt og gott, þá ákveður fólkið sem ákveður hvað gerist hjá okkur að stríða mér og láta mig svo sannarlega finna fyrir því að lífið er ekki rjómi
það er samt bara kannski gott, að halda smá lífi í tuskunum...
p.s. ef einhver sem les þetta fylgst með ofurþáttunum MISS MATCH, þá má sá hinn sami alveg segja mér hvað gerðist í síðasta þætti, ég missti af síðasta þætti vegna smá mistaka, ég tók óvart yfir hann -silly me ...
bless á meðan
núna ætla ég að læra fyrir aðferðafræði...
úfff það verður sko erfitt!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 3:23 e.h.