mánudagur, maí 24, 2004
Hello darlings,
Langt síðan við höfum sést...
hvað er að frétta af ykkur?!
Það er nú bara allt gott að frétta af mér, síðan ég sá ykkur síðast er ég búin að eignast sætasta frænda í heimi,hann er uppáhaldsfrændi minn, ég óskaði sérstaklega eftir því að hann myndi ekki fæðast fyrr en á föstudag (14.mai) akkurat eða eftir kl.9, en ég tók það ekki skýrt fram að það yrði að vera 14.maí, málið er nefninlega að ég var að fara í síðasta prófið mitt þann 14.maí kl.9 um morguninn, ég tók reyndar heldur ekki fram að það væru kl. 9 um morgun,
og litli engillinn minn fæddist á föstudegi kl.9, reyndar föstudaginn 21.maí kl.9, ég gæti ekki beðið um meira, hann reyndi eins mikið og hann gat að gera eins og ég bað um, þessi elska, hann er svo sætur að ég er alveg dáleidd þegar ég sé hann, hann er æðislegur, við erum bestu vinir,
fyrst að hann var svona æðislegur að fæðast eins og ég bað um, þá hlýt ég að vera skuldbundin alla ævi að gera eins mikið og ég get fyrir þessa elsku, hann er darling pie,
my eggjastocks are going *kling kling kling kling*, en þar sem ég er að fara til úttlanda á næsta ári,verð ég að bíða... en það er allt í lagi þar sem ég hef hann elsku litla frænda minn og systir hans, 4 ára dúllurúsínu, og svo er ég að fá 2 frændur og 1 frænku í heimsókn í júlí og svo á ég annan lítinn í sveitinni (fjúkket ég er alveg að hlaða niður börnum)
ég fer að sitja inn myndir af litla prinsinum MÍNUM!! og svo úr Toby Johns´s útskriftarveislu,
fyrst ég er hérna ætla að nota tækifærið og senda nokkrar kveðjur
fyrst til FB-inga,
núna fyrrum FB-inga,
Biggi, Þorbjörg, Gísli, Gunnar Jarl, Einar og allir sem ég þekki (og þeirra sem lesa þetta) sem útskirfuðust úr FB á fsötudaginn 21.maí
TIL HAMINGJU!!!!
Þorbjörg til hamingju með 21 árs afmælið á föstudaginn! merkisdagur!
TIL HAMINGJU!!!
og Sigga, Eyrún og Kristín, Borgþór og allir sem ég þekki eða þeir sem lesa þetta sem eru að útskirfast úr Kvennó á morgun, þriðjudag 25.maí
TIL HAMINGJU!!!!
Núna ætla ég að fara, en ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga, held samt að allir sem skoði þetta séu hættir að skoða því þeir eru komnir í sumarvinnur eða eitthvað og kíkja ekkert á netið ....
það er allt í lagi, þá er ég bara að segja sjálfri mér þetta!
mér finnst það í lagi því mér finnst ég ekkert svo leiðinleg ;o)
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 8:46 e.h.