mánudagur, maí 10, 2004
góðan daginn, ég heiti Hildur (stunduð kölluð Elsa Lund) og ég er netari...
ég er búin að komast að því að ég get ekki lifað án þess að fara á netið helst 2x til 3x á dag, stundum oftar bara til að vera viss um að ekkert nýtt sé búið að gerast síðan síðast, t.d. hvort blogg fólkið mitt sé búið að blogga síðustu klukkutímana, eða annað skemmtilegt, ég bara VERÐ AÐ VITA ÞAÐ!
eins og ein stelpa orðaði það, þá kíki ég á "rúntinn" svona 2x - 3x á dag, ég get alveg gleymt mér á netinu að skoða ýmislegt á kvöldin í læru pásunum mínum, þetta er samt sem áður ekki farið að bitna á lærdómnum eða sambandinu mínu eða vinnunni, ennþá amk ....sem betur fer og vonandi aldrei...
vona það vona það vona það
ég heiti Hildur og ég get varla beðið fram á laugardag, loksins fæ ég að DJAMMA í góðra vina hópi, ég er ekki búin að fara á "djammið" síðan 19. eða 20.des, reyndar eitt kvöld þar sem ég kíkti á 2 eða 3 skemmtistaði með góðra vinahópinum mínum, það eru sko anna og róbert, og svo verður rúsínan í pylsuendanum, ásta mín ætlar líka að kíkja og skemmta sér með okkur, ég hlakka svo mikið til, týpiskt að það gerist eitthvað og það endi með því að það verði ekki partý og skemmtun.... jú það verður skemmtun þó að það verði ekki partý, ég hef samt fulla trú á honum róberti vini mínum að hann eigi eftir að halda partý annars ársfjórðungs (eins og bankafólkið myndi segja).....
ég heiti hildur og ég hélt að ég væri orðin lærð, en það var meira svona "lærð" (innan gæsalappa) bara núna í 1 og 3/4 prófatörn í háskólanum er ég búin að læra jafn mikið og í ÖLLUM GRUNN OG FRAMHALDSSKÓLA samanlagt (samt er 1/4 eftir) þetta er sannkallaður ROSI!
ég heiti hildur og vil koma á framfæri þakklæti til Eyrúnar og Kristínar sem eru að vinna í miðasölunni í sambíóunum, þær eru búnar að bjarga lífi mínu í þessum prófalestri, þær eiga allavega 73% af öllum einkunum sem ég fæ, (vonandi fæ ég hátt), þær eru búnar að vera algjörir lífbjargarar, takk stelpur, og ég vil líka segja takk við anný og söru fyrir að bjarga mér síðasta mánudag....
mmmmmmmmmwa takk fyrir mig!!!
bless og takk stelpusnakk
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 4:53 e.h.