föstudagur, apríl 02, 2004
FRÉTTIR DAGSINS!!
í dag fékk ég staðfestingu á því að ég fæ að fara til útlanda í janúar, það er að segja núna er það undir mér komið að ég komist, ég verð að ná öllu, sem að ætti vonandi ekki að vera vandamál, ég vona að það sé ekki vandamál
voni voni von
ég vil opinberlaega þakka völu og aldísi fyrir að senda mér strauma ég held að þær hafi hjálpað mikið til í þessu ferli, vegna þess að vala er í háskólanum (sem er nálægt alþjóðaskrifsofunni) og aldís er í ameríku sem er bæði nálægt (eða amk í sömu heimsálfu) og isep samtökin, allir hinir sem hugsuðu til mín fá líka þakkir
nú er það bara að ég nái blessuðu vorprófunum, ég vona vona vona vona vona að ég nái....
það væri ekkert verra að fá smá hugs til mín til að hjálpa mér fyrst það gekk svona vel síðast...
nú er líka að fara að undirúa sig fyrir það að verða brún og alltaf hlýtt
ahhh
á meðan þið verðið greyin mín bara að láta ykkur dreyma um að vera hjá mér
í gær var 1. apríl og ég ætlaði nú aldeilis að gabba ykkur en viti menn hildur bara gelymdi því,
en ég var göbbuð af honum matta hann lét mig leita að veskinu sínu hátt og lágt,
ég var ýkt hrædd um að hann væri búin að týna því þegar hann sagði (reynar á íslensku)
það var nú meira ruglið ...
jæja þá ætla ég nú að fara að láta mig dreyma um utanlandsferðina mína, og hlakka til þess að sjá friends í kvöld,
á meðan ég finn heimildir fyrir ritgerðina mína sem ég á að skila 8.apríl
bless á meðan
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 5:33 e.h.