miðvikudagur, apríl 14, 2004
Er ekkert að frétta af ykkur diggir lesendur mínir?
Þið segjið svo lítið ... eins og stendur hér efst á síðunni, ekki vera feimin!
og ef þið segjið eitthvað sem þið sjáið eftir
sendið mér bara póst, það er hérna vinstra megin (póstur til mín)
og ég get tekið það í burtu, úr orðabókinni, commentunum eða af spjallinu ... það er ekkert mál
ég dæmi ykkur ekki ég lofa ...
en í morgun fór ég með honum matta að spara pening, því við fórum að kaupa
MEGJAÐA digital myndavél
Sony vél sem er með 8.0 mp og 7x optical zoom, og hún er ekkert smá fín,
það er Óskari hennar Völu að þakka að við gátum sparað peninginn, TAKK ÓSKAR!
á páskakvöld horfði ég á myndina
Catch me if you can , hún er nú ekkert smá góð, eini gallinn við hana er byrjunin hún tekur svoooooo langan tíma ... það er bara einhver teiknimynd ...
ekki skemmtileg, en myndin er alveg hreint frábær ... og hún verður eiginlega betri eftir að hafa horft á viðtalið við manninn sjálfan, sem er á disk númer 2, því hann er ekkert smá merkilegur maður ...
mjög sannfærandi maður og ég er ekki hissa að honum hafi tekist þetta ..
ég mæli með henni
það er nefninlega svolítið svoleiðis þegar mann er að vinna í bíó að við komumst eiginlega aldrei í bíó, reyndar þá koma dauðir tímar þar sem er ekki lærdómur og þá er hægt að taka sér tíma og skella sér ... ég er til dæmis búin að vera heppin undanfarið, því ég hef verið svo dugleg að læra að ég get tekið mér pásu á kvöldin en sá lúxus er á enda í bili, þar sem það eru að koma próf og ég er svolítið lasin, með smá hita, hálsbólgu, verk í heilanum ... og annað en ég ætla nú ekki að væla í ykkur um það ..
jæja gott fólk, hafið það gott ...
bless í bili ...
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 4:22 e.h.