þriðjudagur, mars 02, 2004
saga dagsins....
hvað er það sem að gæti bara komið fyrir hana Hildi ykkar, jú það er eftirfarandi saga...
ÞETTA GÆTI BARA KOMIÐ FYRIR MIG AF ÖLLU FÓLKINU Í HEIMINUM!!!!
ef að þið vissuð það ekki þá er ég að vinna í miðasölunni í sambíóunum í Álfabakka, en það skiptir ekki öllu máli í þessari sögu.
Það var 10 innhleyping (eins og við köllum það á bíó-máli) og svo þegar klukkan er nokkrar mín yfir 10 kemur strákur til mín og biður mig að geyma einn bíómiða fyrir sig, vegna þess að myndin var að byrja og stelpan sem ætlaði með honum í bíó var ekki komin (þetta er ekkert óalgegnt að við séum beðnar um þetta) og ég var eitthvað busy þannig að ég tók ekki nákvæmlega eftir því hvernig hann leit út, og ég sagði bara
"já ekkkert mál, hvað heitir stelpan?"
og hann segir
"Birgitta"
og þá ákvað ég að vera voða fyndin og sagði
"Birgitta Haukdal, nei djók" (en allt á góðu nótunum)
hann sagði bara takk og fór inn í sal
svo um það bil 5 mínútum seinna kemur stelpa til mín og segir "hæ það á að vera miði hér á mínu nafni"
og viti menn ÞAÐ
VAR BIRGITTA HAUKDAL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
ÞETTA GÆTI BARA KOMIÐ FYRIR MIG....ÉG ROÐNAÐI MEIRA EN ALLT!
og þar sem ég vinn í miðasölunni þarf ég ekki að vera í sjoppunni í hléum (SEM BETUR FER) því ég hefði dáið...
ég hef aldrei verið jafn fljót að gera upp og KOMA MÉR ÚT!!
OH MY WORD hvað ég skammaðist mín...
ég er svo sein heppin að eg segji alltaf vitlausa hluti og hluti sem eiga ekki við án þess að fatta það ...
þetta er sko ekki í fyrsta skipti sem svona nokkuð kemur fyrir mig (en ég ætla ekki að deila þeim sögum með ykkur!)
þetta er ótrúlegt!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 2:09 e.h.