sunnudagur, mars 21, 2004
Góðan daginn,
ég fékk smá athugasemdir hér í síðasta bloggi og ég biðst opinberlega velvirðingar á því hvað ég skrifa mikið um skólann minn, málið er bara að það er svo mikið að gera í skólanum mínum að það er það eina sem ég hef frá að segja!
svar við annarri athugasemd;
hún
vala mín er stelpa sem var í FB og heitir Valgerður Sigurðardóttir, við vorum sama í SPÆ 2036 en kynnstumst ekki fyrr en í haust í sjtórnmálafræðinni, hún er búin að vera mín stoð og stytta í náminu í Háskólanum, ég væri örugglega ekki heil á geði ef það væri ekki fyrir hana.
Í gær fór ég í próf, sem gekk svona líka rosalega vel, en svo þegar prófið var búið og ég í svona líka fínu skapi,
hringdi Matti í mig (tjærastinn) og bauð mér í bíltúr, og það var nú ekkert slor, hann bauð mér á Selfoss í Pulsuvagninn að fá okkur breiðloku í hádegis mat, sem er held ég besti matur í heimi,
ÉG ELSKA BREIÐLOKU Í PULSUVAGNINUM Á SELFOSSI! ÞAÐ ER BEST!
og svo vorum við í bíltúr og fórum í Kolaportið og það var alveg æðislega skemmtilegt!
um kvöldið fórum við í bíó að sjá
Starsky and Hutch og mér fannst hún alveg æðislega skemmtileg! 4, 5 (**** 1/2*) af 5 mögulegum, ég myndi samt helst vilja sjá hana með öllum atriðum í fullri lengd það voru 2 eða 3 atriði sem er greinilega búið að stytta og örugglega önnur sem mann tók ekki eftir.
Hún var mergjuð!
þið verðið að afsaka að veðurstelpan mín er eitthvað lasin í augnablikinu, en vonandi verður hún komin í lag innan skamms.
En þið sjáið kannski í leiðinni að það er komin veður spá fyrir stað sem heitir Baton Rouge, hann er í Louisiana, sem er í Suður ríkjum Bandaríkjanna, um það bil 170 km frá New Orleans, þetta er staður sem ég er að flytja til í u.þ.b. 5 mánuði á næsta ári til að fara í skóla (já ég tala bara um skóla
)
hérna getið þið séð hvar Louisiana er, það er sko skammstafað LA það er fjórða fylkið vinstra megin við Florida og skólinn heitir
Louisiana State University
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 12:57 e.h.