mánudagur, mars 29, 2004
ég var svo heppin í gær að ég komst í bíó, því ég var svo klár að gera ritgerð að ég gat leyft mér þann munað að fara í kvikmyndahús, en ég verð að viðurkenna að ég sveik lit,
ég fór í smárabíó, að horfa á myndina
THE PASSION OF THE CHRIST, ég var reyndar að klára að skrifa ritgerðina rétt áður en við fórum, en við fengum miða... fjúkket
myndin er alveg hrikalega góð (ég meina sko HRIKALEGA) ég gef henni ***** af ***** mögulegum samt myndi ég ekki vilja eiga hana, það er nóg að vera búin að sjá hana...
myndin er ekki splatter og þið megið ekki hugsa um hana svoleiðis, það myndi bara gera hana órauverulega,
en ég verð að segja fyrir mína parta að hún fékk mig ekki til að trúa meira eða eitthvað á jesús krist eða guð og biblíuna eða hata gyðinga, ég fékk illt í hjartað að sjá mannvonskuna, og hvað það er fáránlegt hvað þarf lítið til að ginna manninn til þess að svíkja (júdas fékk 30 silfurpeninga) en hann uppskar svo sannarlega sem hann sáði
what goes around comes around...
útlit jesua de nasatret er alveg hreint ólýsanlegt í myndinni, það sem sést af jesús í trailernum eru einu skiptin sem hægt er að sýna hann án þess að banna trailerinn...
úff hvað maðurinn getur verið vondur...
OJ
en sértrúasöfnuðir eru ekkert smá sniðugir; um leið og mann gegnur út af myndinni standa menn og dreyfa bæklingum um hvers vegna kristur dó ...
fyrir mína parta verð ég að segja að þetta er sko ekki fyrir mig, ég vil ekki láta þvinga einhverju svona upp á mig, ef ég finn ienhverntíma löngun í að vera í sértrúarsöfnuði, þá fer ég og finn þá sjálf... ég er ekki að fýla svona rugl...
hins vegar vöknuðu hjá mér 5 spurningar ;
kannski þeir sem þekkja söguna betur en ég geti svarað; (það verður eiginlega lika að vera búinn að sjá myndina)
1) hver er þessi kona sem er alltaf með maríu?
2)hvar er jósep?
3)hver er þessi klaudia, afhverju skiptir hún svona miklu máli?
4)kom í alvörunni krummi til að krunka í manninn á krossinum?
5)maðurinn í svarta kirtlinum, er það ekki djöfullinn? (ef svo er hvað er hann þá að gera í endann?)
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 2:17 e.h.