föstudagur, september 16, 2005
Krakkar mínir komiði sæl, hvað er hér á seiði - áðan heyrði ég eitthvert væl alveg inn í herbergið mitt !!!
Sjáiði Hildi sem kemur þarna inn kannski er hún blessaður námshesturinn ...
nei bara svona smá grín ... námshestur snámshestur - það er svona mann er alltaf alveg á fullu að gera eitthvað .. nánast engin stund á milli stríða hjá mér...
nú er sumrinu lokið í öllu sínu veldi, sumarvinnan hjá Flugfélaginu búin og skólinn hafinn að nýju -og þá meina ég sko skólinn á Íslandi en ekki úglanda skólinn ...
og nú hef ég ákveðið að snúa blaðinu við - bara lestur alla daga - nú er ég komin í nýja vetrar vinnu - stefni á útskrift næsta sumar (eða sko okt.2006) þannig að það er eins gott að standa sig ... það má amk alltaf reyna -nú eru ritgerðarskrif komin á fullt og lestur alveg allan daginn út og inn ...
og svo er það auðvitað bíóið mitt góða - það er alltaf á sama stað - I love it
mig langar svona í tilefni gærdagsins að bjóða lítinn prins Davíðsson velkominn í heiminn ... hann fæddist kl. 09:22 í gærmorgun og hann er að því er virðist alveg fullkominn - 10 tær og 10 fingur - 51cm og 13 merkur. Ég var svo heppin að hitta mömmu hennar Svönu (hetju) á bílastæðinu í morgun og fékk þá að sjá myndir hjá stoltri nýbakaðri ömmu. Ji hvað hann er sætastur - ég hlakka svo til að hitta hann í eigin persónu og bjóða hann fyrir hönd ættar minnar og allrar ameríku velkominn í heiminn. Til hamingju Svana og Davíð!!! Kossar og knúúús!!
gaman að segja frá því að Svana átti hann 2 dögum fyrir tímann -það eru eingöngu 25% líkur á að það gerist - 5% líkur á að hún eigi á réttum degi og 70% líkur á að hún gangi aðeins fram yfir ...þetta sagði hann Gummi (úr flugfélaginu) mér í sumar. Smá svona aukafróðleikur.
Jæja ... nú þarf ég að fara að sparka í jassinn (j=r) á honum Mattanum mínum og fá myndirnar síðan úti ... ég er ekki ennþá komin með þær í tölvuna mína og því ekki ennþá búin að setja þær inn á heimasíðuna mína -hugsa sér - og allur þessi tími liðinn.
Þar sem enginn úti í Ameríku (sem ég þekki) kann íslensku - og á örugglega ekki eftir að lesa þetta hvort eð er ... þá segji ég þetta bara á íslensku ;o) Fjúkkit að ég var ekki í Baton Rouge núna á þessari önn -þá hefði ég barasta fengið Katrinu eiginlega beint í æð -eða sko augað sjálft fór ekki yfir Baton Rouge, en það er 40 mín akstur til New Orleans þaðan. þannig að ég rétt slapp ...
eitt enn að lokum
ef þið farið að sjá Dukes of Hazard (endilega gerið það) þá langar mig að láta ykkur vita að skólinn sem þeir fara í aðalleikararnir er sko enginn skóli í Mississippi eins og sagt er í myndinni ... heldur er það
MINN SKÓLI!!!!!!!!!!!!!já allsstaðar sem þið sjáið skólann gekk ég á hverjum einasta degi í og úr skólanum .... ji hvað það er gaman!!!! ég var þarna þegar þetta var tekið upp -einhvern veginn fór ég alltaf á mis við fræga fólkið- þau voru að borða og skemmta sér og hanga allsstaðar í kringum skólann (campus) ... en ég missti alltaf af þeim ...ótrúlegt ... en amk þá er skólinn minn í myndinni og því er þetta möst sí mynd ...
jæja back to the books
sí jall leiter ...
Hildur OUT!
góðar stundir...
ElsaLund þegar klukkan er gengin 12:43 e.h.